Þetta er mest notaða kryddjurtin

Steinseljan er mest notaða kryddjurtin í matargerð hér á landi …
Steinseljan er mest notaða kryddjurtin í matargerð hér á landi og mikið notuð til skrauts líka. Samsett mynd

Steinseljan er mest notaða kryddjurtin í matargerð hér á landi enda auðvelt að rækta hana. Hún fæst bæði fersk og þurrkuð og er sérlega bragðgóð. Steinseljan er mjög auðug af járni, kalíum og A-vítamíni og ætti því alls ekki að nota hana eingöngu til skrauts.

Besta bragðið af steinseljunni næst þegar hún er fínsöxuð.
Besta bragðið af steinseljunni næst þegar hún er fínsöxuð. Unsplash/Brett Jordan

Hægt að frysta steinseljuna

Bragðið af steinseljunni næst best fram með því að fínsaxa hana. Vert er að kaupa ferska steinselju þegar hún er fáanleg á góðu verði, saxa hana og frysta og eiga þannig ávallt ferska steinselju við höndina. Steinselja er mikið notuð sem skraut í matargerð og til bragðbætis. Til að mynda er afar gott að sáldra ferskri steinselju yfir kartöflur, hvort sem þær eru soðnar, bakaðar eða grillaðar. Hún er góð í hvers konar salöt, sósur og pottrétti. Steinselja og hvítlaukur fara einstaklega vel saman og er mjög gott að stinga heilum hvítlauksrifjum með ferskri steinselju í lambalæri og fleiri steikur fyrir steikingu.

Svo er steinselja rosalega góð með eggjum. Vert er að skreyta ommelettu með steinselju sem og spæld egg og gera eggin girnilegri og fallegri fyrir augað. Steinselja er mikið notuð til að skreyta smurbrauð og hvers kyns snittur og er fullkomið tvist með rækjum. Það má því segja að steinselja sé sú kryddjurt sem er ómissandi að eiga í eldhúsinu alla daga.

Steinseljan er dásamlegur bragðbætir og gott er að skreyta og …
Steinseljan er dásamlegur bragðbætir og gott er að skreyta og bragðbæta ýmsa rétti með henni eins og ítalskar hakkbollur svo dæmi sé tekið. Unsplash/Max Griss
Hér er rétturinn shakshuka skreyttur og bragðbættur með steinselju.
Hér er rétturinn shakshuka skreyttur og bragðbættur með steinselju. Unsplash/Filipp Romanovski



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert