Græni djúsinn bragðast ómótstæðilega vel

Græninn djúsinn er bæði næringarríkur og ómótstæðilega bragðgóður. Jana leggur …
Græninn djúsinn er bæði næringarríkur og ómótstæðilega bragðgóður. Jana leggur mikla áherslu á að bera djúsana sína fallega fram. Samsett mynd

Ef þig langar í bragðgóðan og næringarríkan djús í morgunsárið þá er þessi málið. Kristjana Steingrímsdóttir heilsumarkþjálfi, ávallt kölluð Jana, sem ætti að vera orðin ykkur kunn, útbjó þennan græna djús á dögunum sem bragðast ómótstæðilega vel. Síðan er trixið að bera djúsinn fram í fallegu glasi, þá bragðast hann enn betur. Upplagt að koma ástinni ykkar á óvart og færa henni græna djúsinn upp í rúm í fallegu glasi. Hægt er að fylgjast með Jönu á instagramsíðu hennar @janast

Græni djúsinn

  • 1 bolli spínat
  • 1 appelsína flysjuð
  • 1 bolli frosið mangó
  • ½ frosinn banani
  • ½ tsk. túrmerikduft
  • ¼ tsk. svartur pipar
  • ½ msk. góð ólífuolía
  • 500 ml kalt vatn

Aðferð:

1. Setjið allt hráefnið í blandara og blandið vel saman.

2. Hellið djúsnum í falleg glös og berið fram.

Að bera djúsinn fram í fallegu glasi getur líka skipt …
Að bera djúsinn fram í fallegu glasi getur líka skipt sköpun. mbl.is/Hákon Pálsson
mbl.is