Grillað ítalskt brauð með óreganói og salti

Guðdómlega gott ítalskt brauð sem má líka grilla.
Guðdómlega gott ítalskt brauð sem má líka grilla. Samsett mynd

Á sumrin er gott að bjóða upp á grillað brauð með matnum. Hér er uppskrift að ekta ítölsku brauði sem má bæði baka í ofni og grilla á grillinu. Það má leika sér með deigið og gera brauðið með mismunandi útfærslu. Baka snittubrauð, gera smábrauð úr deiginu eða stór kringlótt brauð. Þegar grillútgáfan er gerð er allra best að útbúa litlar brauðlengjur úr deiginu. Galdurinn er að láta deigið hefast nógu lengi. Þá verður brauðið svo gott, stökkt að utan og mjúkt að innan.

Ítalskt brauð

  • 700 g hveiti
  • 1 msk. salt
  • ½ tsk. sykur (má sleppa)
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 msk. ger (saf-instant)
  • 6-7 dl vatn
  • Óreganó, salt og ólífuolía eftir smekk til að pensla með og strá yfir brauðið með fyrir grill og/eða bakstur

Aðferð:

1. Byrjið á því að hita ofninn í 200°C með blæstir eða hita grillið upp í sama hita.

2. Hveiti, salt og sykur er sett saman í skál og hrært.

3. Setjið gerið ofan í 1 dl af volgu vatni og leysið upp í vatninu.

4. Ólífuolía sett saman við vatnið og gerið.

5. Því er síðan bætt út í skálina með þurrefnunum og byrjað að hnoða. Bætið því sem eftir er af vatninu smátt og smátt saman við og hnoðið deigið.

6. Þegar deigið er orðið vel hnoðað, látið það hefast í um það bil 2 klukkustundir eða lengur.

7. Mótið deigið í tvær til þrjár brauðlengjur eða útbúið smábrauð og setjið á plötu klædda bökunarpappír.

8. Hægt er að pensla brauðið með olíu og strá óreganói og salti yfir það áður en það er sett inn í ofn eða á grillið.

9. Bakið brauðlengjurnar í um það bil 20-25 mínútur í miðjum ofninum á blæstri eða grillið þar til þau verða stökk að utan og gullinbrún og falleg á litinn.

Það sem er extra gott við þetta deig að í …
Það sem er extra gott við þetta deig að í það er notað saf-instant ger og deigið er látið hefast í minnst tvær klukkustundir. Unsplash/Artur Rutkowski
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert