Skorar á Menntaskólann í Kópavogi að gera betur

Eitt af því sem Andrea Ylfa keppti í var að …
Eitt af því sem Andrea Ylfa keppti í var að opna kampavínsflösku með sveðju. Ljósmynd/Brynja Kr. Thorlacius

Andrea Ylfa Guðrúnardóttir, veitingastjóri á veitingastaðnum OTO keppti í framreiðslu fyrir Íslands hönd í keppninni Nordic Waiter & Nordic Chef á dögunum. Keppnin er haldin ár hvert og fór að þessu sinni fram í Hell í Noregi dagana 1.-3. júní.  Hún hreppti fjórða sætið að þessu sinni. Hún skorar á Menntaskólann í Kópavogi að gera enn betur framreiðslunáminu og auka forskot Íslands á hin Norðurlöndin.

Andrea Ylfa var eina stelpan að keppti í framreiðslu og eini þjónninn frá Íslandi. „Strákarnir frá hinum löndunum voru frábærir, allir mjög vinalegir og tilbúnir til að hjálpa,“ segir Andrea og bætir við að hún sé reynslunni ríkari eftir keppnina.

Tók 4.sætið

„Þetta er mjög stór viðburður sem er haldinn á hverju ári, keppnin kemur til með að vera haldin í Herning í Danmörku á næsta ári og er planið að keppnin verði einungis haldin í Herning fram eftir því. Ég tók 4. sætið í keppninni, Danmörk 1. sætið, Finnland 2. sætið og Noregur 3. sætið.“ Það var einn þátttakandi frá Íslandi sem náði palli í ár, Rúnar Pierre matreiðslumeistari frá ÓX, sem einnig var Kokkur ársins í fyrra. Rúnar tók i 3. sæti í Senior Chef með glæsibrag.

Andrea Ylfa Guðrún­ar­dótt­ir, veit­inga­stjóri á veit­ingastaðnum OTO, keppti í fram­reiðslu …
Andrea Ylfa Guðrún­ar­dótt­ir, veit­inga­stjóri á veit­ingastaðnum OTO, keppti í fram­reiðslu fyr­ir Íslands hönd í keppn­inni Nordic Waiter & Nordic Chef sem fram fór dagana 1. til 3.júní síðastliðinn. Ljósmynd/Brynja Kr. Thorlacius

Opnaði kampavín með sveðju

Aðspurð segir Andrea Ylfa að þátttaka hennar hafi verið mikil reynsla og lærdómsrík. „Þetta er mögulega eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert, þú færð að kynnast hinum þjóðunum og búa til stærra tengslanet í öðrum löndum sem eru í sömu grein. Það var ótrúlega gaman að keppa og ég lærði helling um framreiðslu sem er ekki kennt í Menntaskólanum i Kópavogi. Til að mynda ávaxta fyrirskurður, sabrage, opna kampavín með sveðju, lærdómur um vínparanir og para vín með mat, svo fátt sé nefnt.“ Þegar Andrea er spurð hvort það hafi verið eitthvað sem kom henni á óvart stóð ekki á svari. „Það sem kom mér mest á óvart var hversu vinalegir allir eru sem voru að keppa, sérstaklega í framreiðslunni, bæði keppendur og dómarar.“

Skorar á Menntaskólann í Kópavogi

Andreu Ylfu er strax farið að hlakka til næstu keppni. „Ég hlakka til að sjá hvernig næsta keppni verður í framreiðslunni. En ég skora á Menntaskólann í Kópavogi að taka framreiðslunámið á hærra plan og breyta námsskránni til hins betra. Hin Norðurlöndin hafa gott forskot á okkur í keppnum þar sem námið úti býður upp á miklu meira, þau fara mikið ítarlega í námið og á miklu stærri grundvelli. Ég sem framreiðslumeistari var að læra um allskyns verkferla sem ég vissi ekki að framreiðslusviðið byði upp á. En í skólanum ætti maður að læra um allt sem framreiðslan býður upp á, það vantar mikið af stórum verkferlum í námið í MK. Ísland hefur ekki verið að ná góðum árangri í framreiðslukeppnum vegna þess að námið á Íslandi hefur staðnað og ekki verið uppfært í mörg ár. Nemendur eru ekki að fá eins mikið út út náminu og þau ættu að vera gera. Það þarf að gera miklar breytingar,“ segir Andrea Ylfa og vonar að breyting verði á.

Framreiðslumeistarar sjá um að dekka borðin og taka á móti …
Framreiðslumeistarar sjá um að dekka borðin og taka á móti matargestum á fágaðan og glæsilegan máta. Ljósmynd/Brynja Kr. Thorlacius
Andrea Ylfa að störfum.
Andrea Ylfa að störfum. Ljósmynd/Brynja Kr. Thorlacius
Ljósmynd/Brynja Kr. Thorlacius




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert