Dóttir Johns Travolta endurgerir Tom Cruise-köku

John Travolta birti á instagram í vikunni myndskeið og ferlið …
John Travolta birti á instagram í vikunni myndskeið og ferlið þar sem hann og Ella dóttir hans endurgera kókoshnetuköku Tom Cruise. Samsett mynd

John Travolta birti á instagram í vikunni myndskeið og ferlið þar sem hann og Ella dóttir hans reyndu að endurgera kókoshnetukökuna sem stórleikarinn Tom Cruise sendir ávallt frægum vinum sínum um hver jól.

Hinn geðþekki leikari og stórfræga stjarna John Travolta sem er 69 ára og dóttir hans Ella Bleu 23 ára sáust í eldhúsi fjölskyldunnar full einbeitingar og eftirvæntingar að endurskapa umrædda köku. Travolta fangaði augnablikið og myndskeiðið á instagram, „Endurgerð hinar frægu Tom Cruise-gjafaköku“, með vísun í 126 dollara formköku sem Doan-bakaríið í Woodland Hills í Kaliforníu bakar og Tom Cruise sendir árlega til vina sinna.

Guð minn góður hvað þetta er ljúffengt

Í myndskeiðinu segir Ella Bleu að hún sé að vinna að „endurgerð af Tom Cruise-kökunni“ á meðan Travolta segist „fylgjast með“ af athygli. Travolta gat engan veginn haldið aftur af sér við að hrósa baksturshæfileikum dóttur sinnar. „Guð minn góður, þetta er ljúffengt, guð minn góður, guð minn góður,“ sagði John Travolta þegar hann bragðaði á eftirréttinum. Ben, 12 ára bróðir Ellu Bleu, kom líka með jákvæða umsögn og sagði að kakan væri mjög góð.

Kakan komst í hámæli fyrr á þessu ári þegar leikkonan Brooke Shields greindi frá því að hún hefði ekki fengið senda köku í heil 10 ár. „Ég var á listanum í þó nokkurn tíma  ég átti tíu góð ár og ég fékk kókoskökuna á hverju ári,“ sagði leikkonan við tímaritið People. „Þetta var frá þeim og Suri, svo það voru þau þrjú, og svo fljótlega var þetta engin Suri og engin Katie og bara Tom. Svo kom þetta bara í nafni Toms um stund, en ekki um hver jól, og svo hætti bara kakan.“ Svo sagði hún: „Ég vil komast aftur á kökulistann. Þetta er besta kakan, Tom, ég þarf að komast aftur á kökulistann.“

Lúxus-kókosformkaka

Kakan fræga er „lúxus-kókosformkaka“ með þykku hvítu súkkulaði, lagi af ostakökukremi og ristuðum kókosflögum til skrauts.

Grease-leikarinn er faðir þriggja barna með látinni eiginkonu sinni Kelly Preston, þar á meðal látins sonar, Jetts, sem lést á hörmulegan hátt í janúar 2009, 16 ára, á Bahamaeyjum af völdum flogakasts. John Travolta og Kelly Preston voru gift í meira en 28 ár áður en hún lést 57 ára 12. júlí 2020 á heimili fjölskyldunnar í Clearwater í Flórída eftir tveggja ára baráttu við brjóstakrabbamein.


 

mbl.is