Sælkera-avókadójógúrt í morgunmat

Avókadó jógúrt með ferskum ávöxtum er dásamlegur morgunverður.
Avókadó jógúrt með ferskum ávöxtum er dásamlegur morgunverður. Unsplash/Vicky Ng

Langar þig að fá þér sælkerajógúrt í morgunmat án þess að nota mjólkurvörur? Þá er þetta málið. Hér er á ferðinni ljúft og gott avókadójógúrt með frosnum ávöxtum sem gleður bragðlaukana. Það er sumarlegur blær yfir þessari uppskrift.

Sælkera-avókadójógúrt

  • 4 dl frosnir ávextir að eigin vali, gott að blanda ananas, jarðarberjum og mangó saman
  • 1½ þykk kókosmjólk
  • 1 dl kalt vatn
  • 1 stk. avókadó
  • 2 msk. chiafræ eða sólblómafræ (má sleppa)
  • banani, fersk jarðarber og bláber til skreyta með
  • 1-2 msk. múslí að eigin vali til að skreyta með

Aðferð:

1. Allt sett í blandara og blandað vel saman.

2. Bætið chia- eða sólblómafræjum saman við í lokin eða hrærið með skeið út í blönduna ef þið viljið bæta fræjum við.

3. Skreytið réttinn með bananasneiðum, ferskum jarðarberjum og bláberjum ásamt smá múslí að eigin vali.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert