Kyntáknið Marilyn Monroe baðaði sig í kampavíni

Marilyn Monroe elskaði að drekka kampavín og leyfði sér meira …
Marilyn Monroe elskaði að drekka kampavín og leyfði sér meira segja að fara í kampavínsbað. Samsett mynd

Leikkonan Marilyn Monroe er án efa ein frægasta og fallegasta leikkona allra tíma, sem lést langt fyrir aldur fram. Marilyn Monroe var fædd sem Norma Jean Mortenson, 1. júní 1926 – d. 5. ágúst 1962. Hún var bandarísk leikkona, söngkona, fyrirsæta og var ein frægasta kvikmyndastjarna og kyntákn 20. aldar. Mari­lyn Mon­roe fannst lát­in á heim­ili sínu og virt­ist hafa tekið of mikið af svefn­lyfj­um. Úr­sk­urðað var að hún hefði fallið fyrir eigin hendi. Marilyn Monroe var mögulega ímynd viðhorfs fólks til kampavínsdrekkandi kvenna á sínum tíma – kynþokki, daður og tál.

Sturlaðar staðreyndir um Marilyn Monroe:

  • Að leikkonan Marilyn Monroe hafi eitt sinn baðað sig í 350 flöskum af kampavíni.
  • Að Marilyn Monroe var ófeimin við að viðurkenna opinberlega að kampavín væri hennar uppáhaldsdrykkur.
  • Að Piper-Heidsieck kampavínið væri uppáhaldskampavínið hennar.
  • Að hún hafi vaknað á hverjum morgni við glas af Piper-Heidsieck og sagt að það kæmi henni af stað í upphafi hvers dags.
  • Að öllum líkindum hefur hún brotið ísinn fyrir kampavínsdrekkandi konur sem á eftir fylgdu, með sjálfstæði sínu.
Marilyn Monroe geislaði af fegurð hvert sem hún fór.
Marilyn Monroe geislaði af fegurð hvert sem hún fór. Skjáskot/Instagram
Marilyn Monroe bar kampavínsglasið ávallt fallega.
Marilyn Monroe bar kampavínsglasið ávallt fallega. Skjáskot/Instagram
Marilyn fannst gott að fá sér kampavín á ströndinni.
Marilyn fannst gott að fá sér kampavín á ströndinni. Skjáskot/Instagram
Fallega fljóð hvar sem hún var.
Fallega fljóð hvar sem hún var. Skjáskot/Instagram
Rauði liturinn og sérstaklega rauði varaliturinn fór henni einstaklega vel.
Rauði liturinn og sérstaklega rauði varaliturinn fór henni einstaklega vel. Skjáskot/Instagram
Ein frægasta myndin sem er til af Marilyn Monroe. Segir …
Ein frægasta myndin sem er til af Marilyn Monroe. Segir allt sem segja þarf. Skjáskot/Instagram
Ávallt gleðin í fyrirrúmi hjá þessari fallegu kynbombu sem elskaði …
Ávallt gleðin í fyrirrúmi hjá þessari fallegu kynbombu sem elskaði að drekka kampavín og naut þess að borða ljúffengar kökur. Skjáskot/Instagram
mbl.is