Þessi kotasæluís er búinn að vera að gera allt vitlaust á TikTok enda er hann bæði ljómandi góður og hollur. Helga Magga, næringarþjálfari og uppskriftahöfundur, segir að þessi ís sé orðinn í miklu uppáhaldi hjá börnunum hennar. Hún birti uppskriftina að sínum uppáhalds kotasæluís á uppskriftasíðunni sinni, Helga Magga, á dögunum sem vel er hægt að mæla með.
Helga Magga mælir með því að gera tvöfalda uppskrift því það sé leiðinlegt að bíða eftir næsta skammti úr frystinum. „Ég hef verið að gera ísinn án próteindufts þar sem börnin mín borða mikið af honum. Að sjálfsögðu er hægt að bæta próteindufti út í ísinn, t.d. 30 grömm af próteindufti með vanillu- eða jarðarberjabragði,“ segir Helga Magga.
Kotasæluís
Aðferð: