Roastbeef „surf & turf“ samlokan slær í gegn á Kastrup

Á þessari stórbrotnu samloku er roast beef, grillaðar argentínskar risarækjur, …
Á þessari stórbrotnu samloku er roast beef, grillaðar argentínskar risarækjur, tartaresósa, pickles og steiktur laukur í hamborgarbollu ásamt frönskum kartöflum. Ljósmynd/Aðsend

Veitingastaðurinn Kastrup opnaði dyrnar á Hverfisgötu 6 fyrir rúmu ári síðan. Þar hafa unnendur nútímalegrar skandínavískrar matargerðar fengið sér danskt smurbrauð auk klassískra rétta eins og sesar salat, fisk og steikur. En nú dregur til tíðinda á Kastrup því bröns-seðli hefur verið bætt við matseðilinn alla laugardaga og sunnudaga. Undanfarnar helgar hefur Roast beef samloka „surf & turf“ slegið í gegn.

Á bröns-seðlinum má finna alls kyns girnilega og marga klassíska bröns-rétti, eins og Egg Benedikt, Avocado toast, Chicken & Waffles og að sjálfsögðu ekta amerískar pönnukökur. Aðdáendur danska smurbrauðsins þurfa þó ekki að örvænta, því smurbrauðin vinsælu erum áfram á matseðlinum.

Samlokan sú fyrsta sinnar tegundar

Það sem hefur helst vakið athygli gesta á bröns-seðlinum á Kastrup er Roast beef samlokan „surf & turf“. Sumir vilja meina að þetta sé sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, látum það liggja á milli hluta. En í þessari stórbrotnu samloku er roast beef, grillaðar argentínskar risarækjur, tartaresósa, pickles og steiktur laukur í hamborgarbollu ásamt frönskum kartöflum.

Hvar fenguð innblásturinn þegar þessi girnilega og stórbrotna samloka var þróuð?

„Þetta er nú klassísk samsetning „surf and turf“ og við tvinnuðum saman kalda eldhúsið það er smurbrauðið og svo eitthvað virkilega djúsí fyrir bröns hvort sem maður kannski er smá slappur eftir gærkvöldið eða langar að leyfa sér smá en ískaldur kranabjór smellpassar með samlokunni. Þetta er hybrid af smurbrauði, hamborgara og steikarsamloku,“segir Stefán Melsted yfirkokkur og annar eiganda á Kastrup.

Er þetta dýrasta samlokan í bænum og sú besta að ykkar mati? „Hún er klárlega með þeim betri og ódýr eftir því. Það er mikill misskilningur að til dæmis hamborgarinn okkar sé dýr hann er akkúrat þveröfugt með ódýrari borgurum bæjarins þegar nánar er að gáð. Hér eru gæði hráefna í hámarki og skammtarnir stórir. Á Kastrup færðu vel útilátinn mat framreiddan af mjög færu fólki úr hæsta gæðaflokki hráefna á mjög hagstæðu verði,“ segir Stefán.

Það er óhætt að segja að þessi nýja samlokan, hafi slegið í gegn undanfarnar helgar.

Það er upplagt að gera sér dagamun og eiga notanlegan dag í miðborginni með millilendingu í bröns á Kastrup. Bröns-matseðillinn er í boði alla laugardaga og sunnudaga frá opnun til klukkan 16.

Nánar um bröns-matseðilinn á Kastrup.

Girnileg þessi nýja samloka á Kastrup og sú fyrsta sinnar …
Girnileg þessi nýja samloka á Kastrup og sú fyrsta sinnar tegundar hefur slegið í gegn síðustu helgar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert