Danól hefur innkallað og stöðvað sölu á fersku pasta

Danól ehf. að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað …
Danól ehf. að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Pastella Fresh Fettuccine Spinach pasta. Ljósmynd/Aðsend

Danól ehf. að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Pastella Fresh Fettuccine Spinach pasta sem er fersk tegund af pasta.

Ástæða innköllunar er að aðskotahlutir, smáar málmagnir, geta verið í vörunni. Matvæli sem innihalda aðskotahluti geta verið óörugg og óhæf til neyslu. 

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við: 

Vörumerki: Pastella 

Vöruheiti: Fresh Fettuccine Spinach 

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 15.05.2023 til 01.08.2023 

Nettómagn: 250 g 

Framleiðandi: Scandinavian Retail Food. 

Framleiðsluland: Danmörk 

Varan er selt í Bónus um land allt, Hagkaup Skeifunni, Kjörbúðin/Krambúðin Mývatni, Melabúðinni.

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila til verslunarinnar þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu. Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Danól í síma 595 8000 eða í gegnum netfangið danol@danol.is. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert