Sykurprúði guli bíllinn gleðisprengja fyrir sælkera

Snúðar seljast upp á hverjum degi í litlu gleðisprengjunni. Þessi …
Snúðar seljast upp á hverjum degi í litlu gleðisprengjunni. Þessi litla gleðisprengja hefur burði til að vaxa og festa sig í sessi sem áfangastaður á Höfn. Samsett mynd

Andrés Bragason matreiðslumeistari og Auður Mikaelsdóttir framreiðslumeistari sem eiga og reka Otto veitingahús á Höfn í Hornafirði eru ótrúlega hugmyndarík og frumleg matargerð og bakstri og ekki síst í framsetningunni á kræsingunum sem útbúa. 

Töfrarnir felast í umgjörðinni

Við fengum þau til að ljóstrar upp leyndarmálinu bak við gula rúgbrauðsbílinn hefur vakið mikla athygli ferðamanna á Höfn síðustu daga og vikur. „Þetta er franskur Citroen árgerð 1975 sem var uppgerður og innréttaður í Bretlandi. Hann er þannig víðförull og nú í alveg nýju hlutverki. Bíllinn er fallegur, glansandi og gulastur og fólk fer í gott skap bara af því að horfa á hann,“ segir Andrés.

Töfrarnir felast í umgjörðinni og því hversu flott, fyndið og óvænt fyrirbærið í heild sinni er. En ekki síður í kanilsnúðunum og kaffinu, fiskisúpunni og súrdeigsbrauðinu, heimalöguðu límonaði, tónlistinni og stemningunni. Við erum auðvitað í stöðugri vöruþróun og höfum allskonar hugmyndir og áform um nýjar og spennandi veitingar og útfærslur. Við vorum að ræsa vélina og erum rétt að aka af stað í þessa skemmtiferð svo það er nóg eftir að sjá og gera,“ segja þau Andrés og Auður.

Hvernig datt í ykkur í hug að byrja með gula bílinn?

Það var mitt í há Covid og barnsburðarleyfi og því allar aðstæður fremur krefjandi. Við vorum sífellt að leita leiða til að gera eitthvað nýtt og okkur langaði að gefa fólki einhverja gleði. Við vildum líka gera eitthvað skemmtilegt fyrir bæinn og þannig fæddist hugmyndin. Við fengum styrk fyrir undirbúningi frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga sem reyndist okkur hvatning til að láta af verða. Útkoman varð svo þessi hressi sykurpúði sem bíllinn er.

Leyniuppskrift bak við kanilsnúðana

Snúðarnir ykkar njóta mikilla ylli fólks, heimamanna sem ferðamanna, er þetta einhver leyniuppskrift?

, auðvitað. Andrés bakaði fyrst kanilsnúða þegar við fluttum frá Reykjavík til Hafnar, fullkomlega ókunnug öllu og öllum, og opnuðum lítinn veitingastað. Til þess að kynnast nágrönnunum ákváðum við að baka eitthvað sniðugt og gefa í næstu hús. Þá fyrst fór boltinn að rúlla hjá okkur á Otto þar sem það tóku að mæta gestir sem höfðu bragðað á snúðunum og áætluðu að það hlyti að vera góður matur hjá okkur líka. Sem það vissulega er.

Þeir hafa því fylgt okkur frá upphafi og við haft gaman af þessum óvæntu snúðavinsældum. Þeir urðu síðar svolítil olnbogabörn í ölduróti aðstæðna en eftirspurnin lifir og okkur langaði til þess að bregðast við henni. Þannig er bíllinn fullkomin umgjörð fyrir þetta krúttlega afsprengi sem kanilsnúðarnir eru og hann býður upp á allskonar fleira skemmtilegt,“ segir Auður og brosir.

Nú hefur bara verið opið í örfáa daga og viðbrögðin verið algjörlega á einn veg, frábær. Snúðar seljast upp á hverjum degi og orðið er komið á götuna svo nú hefur þessi litla gleðisprengja burði til að vaxa og festa sig í sessi sem áfangastaður á Höfn. Það er allra skemmtilegasta er að bíllinn er ökuhæfur og hann getur rúntað í skemmtileg partí ef honum er boðið,“ segja Andrés og Auður sem eru spennt fyrir komandi tímum á gleðisprengjunni.

Leyniuppskrift er bak við kanilsnúðana hans Andrésar en þeir seljast …
Leyniuppskrift er bak við kanilsnúðana hans Andrésar en þeir seljast ávallt upp í gula sykurprúða bílnum sem allir elska. Ljósmynd/Aðsend
Það er allra skemmtilegasta er að bíllinn er ökuhæfur og …
Það er allra skemmtilegasta er að bíllinn er ökuhæfur og hann getur rúntað í skemmtileg partí ef honum er boðið. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is