Fallegar og hollar jógúrtskálar sem gleðja bæði líkama og sál eru kærkomnar allar daga. Berglind Hreiðarsdóttir köku- og matarbloggari hjá Gotterí og gersemar með meiru galdraði fram þessu dásamlegu grísku jógúrtskálar sem eru hollar og góðar og líka svo fallegar fyrir augað. Bananar og bláber leika aðalhlutverkið ásamt próteinstykki með hnetusmjöri og súkkulaði. Hver og einn getur leikið sér með hráefnið, hvernig grísk jógúrt er notið og valið ykkar uppáhaldspróteinstykki. Berglind notaði til að mynda gríska jógúrt með kókos og vanillu í bland að þessu sinni en það má líka nota hreina gríska jógúrt.
Grísk jógúrtskál með próteintoppi
4 skálar/glös
700 g grísk jógúrt að eigin vali
Aðferð: