Nýjasta æðið bláberja- og hnetusmjörs chiagrautur

Nýjasta æðið hennar Lindu Benediktsdóttur er þessi girnilegi bláberja- og …
Nýjasta æðið hennar Lindu Benediktsdóttur er þessi girnilegi bláberja- og hnetusmjörs chiagrautur. Ljósmynd/Linda Ben

Uppskriftahöfundurinn og fagurkerinn Linda Ben, sem heldur úti uppskriftasíðunni Linda Ben, fer á kostum þessa dagana með tillögur að morgunverðum með bláberjum. Nýjasta æðið hennar er þessi bláberja- og hnetusmjörs chiagrautur.  Ég búin að vera borða þennan núna á hverjum morgni áður en ég fer í ræktina, alveg frá því að haustjógúrtið kom í búðir. Grauturinn gefur mér alveg ótrúlega mikla og góða orku fyrir daginn, er dásamlega bragðgóður og hollur,“ segir Linda. 

Gott að eiga útbleytt chiafræ inni í ísskáp

Linda segir að það sé ofur einfalt að smella honum saman og það  upplagt að gera hann kvöldið áður en á að borða hann. Það má alveg græja nokkra grauta í einu því þeir geymast vel í lokuðu íláti. Ég á alltaf útbleytt chiafræ inn ísskáp. Ég set þá 3 matskeiðar af chiafræjum í lokanlegt ílát og set 4 dl af vatni með, loka boxinu og hristi fræin saman við vatnið. Læt þau svo taka sig inn í ísskápnum í að minnsta kosti 8 klukkustundir. Það er svo þægilegt að eiga alltaf útbleytt chiafræ inn í ísskáp því þá er maður enga stund að smella í chiagraut þegar manni langar í.“ Útbleytt chiafræ geymast inn í ísskáp í um það bil 1 viku.

Bláberja- og hnetusmjörs chiagrautur

  • 150 g íslenskt haustjógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
  • U.þ.b. 1 dl útbleytt chiafræ (1/2 msk chia fræ í 1 dl vatni)
  • 1 msk. hnetusmjör
  • 1 dl fersk bláber

Aðferð:

  1. Setjið chiafræin í skál ásamt vatni, hrærið smá og látið standa í 10 mínútur (eða notið chiafræ sem eru nú þegar útbleytt)
  2. Setjið haustjógúrtina í skál með útbleyttu chiafræjunum og hrærið saman.
  3. Hellið helmingnum í hátt glas.
  4. Hellið hnetusmjörinu ofan á jógúrtið, ef hnetusmjörið þitt er mjög stíft er hægt að setja það inn í örbylgju í 30 sekúndur (ef það er enn þá of stíft er gott að setja 1/2 teskeið kókosolíu í það hræra saman við).
  5. Hellið restinni af jógúrtinu yfir og toppið með bláberjum.
  6. Njótið.
mbl.is