Uppskriftahöfundurinn og fagurkerinn Linda Ben, sem heldur úti uppskriftasíðunni Linda Ben, fer á kostum þessa dagana með tillögur að morgunverðum með bláberjum. Nýjasta æðið hennar er þessi bláberja- og hnetusmjörs chiagrautur. „Ég búin að vera borða þennan núna á hverjum morgni áður en ég fer í ræktina, alveg frá því að haustjógúrtið kom í búðir. Grauturinn gefur mér alveg ótrúlega mikla og góða orku fyrir daginn, er dásamlega bragðgóður og hollur,“ segir Linda.
Linda segir að það sé ofur einfalt að smella honum saman og það sé upplagt að gera hann kvöldið áður en á að borða hann. „Það má alveg græja nokkra grauta í einu því þeir geymast vel í lokuðu íláti. Ég á alltaf útbleytt chiafræ inn ísskáp. Ég set þá 3 matskeiðar af chiafræjum í lokanlegt ílát og set 4 dl af vatni með, loka boxinu og hristi fræin saman við vatnið. Læt þau svo taka sig inn í ísskápnum í að minnsta kosti 8 klukkustundir. Það er svo þægilegt að eiga alltaf útbleytt chiafræ inn í ísskáp því þá er maður enga stund að smella í chiagraut þegar manni langar í.“ Útbleytt chiafræ geymast inn í ísskáp í um það bil 1 viku.
Bláberja- og hnetusmjörs chiagrautur
Aðferð: