Ratatouille að hætti Frakka

Ratatouille er girnilegur franskur grænmetisréttur sem er fullkominn til að …
Ratatouille er girnilegur franskur grænmetisréttur sem er fullkominn til að njóta á þessum árstíma við kertaljós. Ljósmynd/Sjöfn

Frönsk matargerð býður upp á ferðalag fyrir bragðlaukana og gleður alla matgæðinga. Ratatouille er undursamlega ljúffengur franskur grænmetisréttur sem hægt er að gæða sér á einum og sér eða bera hann fram sem meðlæti með kjötrétti að eigin vali. Þessi réttur er líka dásamlegur borinn fram kaldur og nýtist því daginn eftir líka ef það er afgangur.

Ratatouille

 • 1 kg tómatar, best að hafa þá vel þroskaða
 • 2 kúrbítar
 • 2 eggaldin
 • 2 laukar
 • 3 paprikur
 • 1 lárviðarlauf
 • 1-2 hvítlauksrif, marið
 • 2 greinar timian
 • 2 greinar rósmarín
 • ½ búnt fersk steinselja
 • 1 ½ - 2 dl ólífuolía
 • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

 1. Byrjið á því að sjóða vatn í góðum potti.
 2. Dýfið tómötunum út í og látið liggja í tvær mínútur áður en þeir eru skrældir, skornir niður og setti í keramik eða pottjárnspott með loki.
 3. Skerið laukana í hringi, sneiðar.
 4. Skerið eggaldin og kúrbít í sneiðar og takið endana frá.
 5. Skerið paprikurnar í báta þegar búið er að fræhreinsa þær.
 6. Takið til stóra pönnu og hellið ólífuolíu á  og hitið á meðalhita.
 7. Steikið laukinn fyrst þar til hann verður glær og setjið hann svo í pottinn, ofan á tómatana.
 8. Steikið síðan eggaldinsneiðarnar, paprikubátana og loks kúrbítinn og setjið jafn óðum í pottinn.
 9. Bætið olíu á pönnuna eftir þörfum.
 10. Setjið síðan kryddjurtirnar í pottinn ásamt lárviðarlaufinu og mörðum hvítlauksrifjum.
 11. Saltið og piprið eftir smekk.
 12. Setjið lok á pottinn og leyfið grænmetinu að malla við vægan hita í um það bil 30 mínútur eða lengur.
 13. Hrærið varlega nokkru sinnum í blöndunni á meðan grænmetið sýður, passið þó að merja það ekki.
 14. Rétturinn er fallegri ef bitarnir ná að haldast heilir.
 15. Berið fram í pottinum eða fallegu grófu eldföstumóti.
 16. Getið borið réttinn fram eina og sér eða með kjötrétti að eigin vali.
 17. Njótið í góðum félagsskap við kertaljós.
mbl.is