Lífræni dagurinn verður haldinn á laugardaginn, þann 16. september næstkomandi þar sem lífrænn búskapur og vörur verða í fyrirrúmi. Lífrænt Ísland og VOR, félag um lífræna framleiðslu, standa fyrir lífræna deginum í ár líkt og í fyrra þegar hann var haldinn í fyrsta sinn.
Þetta er því í annað skiptið sem lífræni dagurinn er haldinn og verður hann meðal annars haldinn hátíðlegur á Kaffi Flóru í Grasagarðinum á laugardaginn á milli klukkan 13-17. Kaffi Flóra ætlar í samstarfi við Lífrænt Ísland að bjóða upp á rétti byggða nær alfarið á lífrænum íslenskum hráefnum. Hægt verður að kaupa sér dýrindis lífrænan íslenskan mat þennan dag á Kaffi Flóru, hitta lífræna bændur og framleiðendur og fræðast nánar um lífræna ræktun og allt sem henni tengist.
Jafnframt munu fjögur býli víðs vegar um landið á sama tíma opna sín býli fyrir gestum og gangandi. Lífrænu bæirnir sem munu opna sín býli í ár eru:
Á þessum fjórum lífrænu býlum sem opna hjá sér þennan dag geta gestir og gangandi séð, smakkað og heyrt hvað lífrænir bændur eru að vinna að. Boðið verður uppákomur yfir daginn og staðið fyrir leikjum fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
Einnig hvetja Lífrænt Ísland og Vor alla til að halda upp á lífræna daginn með því að elda heima hjá sér lífrænan íslenskan mat þennan dag og stuðla þannig að útbreiðslu lífrænnar ræktunar og framleiðslu á Íslandi.
Hægt er að fylgjast nánar með viðburðinum hér.