Í gær opnaði Il Panino pop up ítalskur samlokustaður á Grazie Trattoria á Hverfisgötunni með pomp og prakt þar sem boðið var upp á ítalskar samlokur. Fjöldi fólks lagði leið sína til að bragða á nýbökuðu samlokunum sem er nýjung og kærkomin viðbót í matarflóruna sem í boðið er í hjarta miðborgarinnar.
„Við á Grazie ætlum að vera með pop up frá Il Panino í vetur þar sem við bjóðum upp á dýrindis matarmiklar samlokur að hætti Ítala. Við bökum súrdeigsbrauðið okkar við 340°C hita í ofnunum okkar og fyllum það ítölskum kræsingum eins og Porchetta svínasíðu, ítölskum eðal skinkum, Prosciutto di Parma, Mortadella, Salami Milano ásamt Stachiatella osti, Mozzarella svo fátt sé nefnt,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson einn eigenda Grazie Trattoria. Ítölsku samlokurnar koma úr smiðju Jóns Arnars og ítölsku mömmunum sem starfa á Grazie Trattoria.
Samlokustaðurinn Il Panino verður opinn í hádeginu frá klukkan 11.30 til klukkan 14.00 alla daga.
Myndirnar lýsa stemningunni við opnunina í gær þar sem samlokurnar runnu ljúft ofan í gesti og gangandi.