Eitt fallegasta kampavínskaffihúsið leitar að nýjum eiganda

Kampavínskaffihús Sætra Synda leiti nú af nýjum eiganda en Eva …
Kampavínskaffihús Sætra Synda leiti nú af nýjum eiganda en Eva María Hallgrímsdóttir stofnandi og eigandi Sætra Synda hefur ákveðið að einbeita að kökuframleiðslunni og selja kaffihúsið. Samsett mynd

Þær fréttir voru að berast að Kampavínskaffihús Sætra Synda leiti nú að nýjum eiganda en Eva María Hallgrímsdóttir stofnandi og eigandi Sætra Synda hefur ákveðið að einbeita sér fyrst og fremst að kökuframleiðslunni.

„Síðustu ár hefur kökuframleiðslan vaxið mikið og stefnir í enn meiri stækkun á komandi árum með mörgum spennandi nýjungum og nýjum samstarfsaðilum. Kampavínskaffihúsið gengur glimrandi vel og fínir vaxtarmöguleikar en það er kominn tími á að einhver taki við því og að ég einbeiti mér að því að grípa önnur tækifæri við kökuframleiðsluna“, segir Eva María Hallgrímsdóttir, stofnandi og eigandi Sætra Synda. 

Kampavínshúsið býður upp á girnilegar kræsingar og kampavín í huggulegu …
Kampavínshúsið býður upp á girnilegar kræsingar og kampavín í huggulegu umhverfi. Ljósmynd/Svavar Sigursteinsson

Eins og að koma inn á franskt makkarónukaffihús

Kampavínskaffihúsið er einstakt sinnar tegundar á Íslandi og hefur notið mikilla vinsælda frá opnun þess. Í huga marga er þetta fullkominn staður til að fá sér sætan bita, freyðandi glas eða ljúffengt kaffi í góðra vina hópi. Hönnun staðarins dregur mann inn í franskt makkarónukaffihús og veitir vellíðan. Að sögn Evu Maríu stendur Kampavínskaffihúsið vel og margir fastakúnnar halda tryggð við staðinn. Starfsfólk staðarins er með frábæra kunnáttu á freyðivíni, kampavíni og kræsingum og getur haldið áfram að þjónusta viðskiptavini Kampavínskaffihússins með nýjum eiganda.

Hönnunin er falleg og rómantísk þar sem bleiki liturinn er …
Hönnunin er falleg og rómantísk þar sem bleiki liturinn er ríkjandi. Eva María á heiðurinn af hönnuninni og er kaffihúsið í hennar anda. Ljósmynd/Svavar Sigursteinsson

Kökuframleiðslan aðal ástríðan

Framundan eru mikil tækifæri, bæði fyrir kaffihúsið og fyrir kökuframleiðsluna. Ég vildi að ég gæti verið á báðum stöðum og gefið þeim báðum 100% athygli mína en ég hef ákveðið að einbeita mér að kökuframleiðslunni sem er mín aðal ástríða. Mín ósk er sú að ég finni réttan aðila, með metnað og elju, til að halda áfram rekstri Kampavínskaffihússins,“ segir Eva María og bætir við að framtíðar möguleikar þess séu líka spennandi. „Það er mikill uppgangur í Smáralindinni, skemmtilegir tímar framundan þar sem nýr aðili getur tekið þátt í.” 

Glæsilega kirsuberjatréð er orðinn þekktur bakgrunnur fyrir skemmtilegar myndir af …
Glæsilega kirsuberjatréð er orðinn þekktur bakgrunnur fyrir skemmtilegar myndir af vinahópnum. Ljósmynd/Svavar Sigursteinsson

Eva María segir það hafa verið draumi líkast að opna Kampavínskaffihúsið á sínum tíma og það sé ekki auðvelt að sleppa fallega kaffihúsinu úr rekstrinum. „Reksturinn hefur gengið vel, skilar góðum hagnaði og býður upp á frábæra möguleika fyrir réttan aðila. Staðurinn sjálfur er listaverk út af fyrir sig. Þegar ég hannaði staðinn þá langaði mig að skapa fallegt og notalegt lúxus umhverfi. Glæsilega kirsuberjatréð er orðinn þekktur bakgrunnur fyrir skemmtilegar myndir af vinahópnum, umhverfið er notalegt og staðsetningin frábær.“

Sætar Syndir halda áfram að vaxa

„Sætar Syndir munu halda áfram að vaxa og dafna og við horfum björtum augum til framtíðar.  Eva María er spennt fyrir að setja kaffihúsið í nýjar hendur - og tel mikil tækifæri fyrir okkur að vinna áfram saman ef áhugi er fyrir því “ segir Eva María meyr og þakklát fyrir tryggð viðskiptavina sinna gegnum árin. 

Allar nánari upplýsingar um Kampavínskaffihúsið veitir Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, sjá hér

Skemmtileg framsetning að fá kampavín í baði.
Skemmtileg framsetning að fá kampavín í baði. Ljósmynd/Svavar Sigursteinsson
Kökurnar og kræsingarnar frá Sætum Syndum hafa prýdd kælana og …
Kökurnar og kræsingarnar frá Sætum Syndum hafa prýdd kælana og glatt sælkera frá því kaffihúsið opnaði. Ljósmynd/Svavar Sigursteinsson
mbl.is