Lakkrísunnendur hlakka til

Hið sívinsæla lakkrísjóladagatal skartar sínu fegursta og minnir á gamla …
Hið sívinsæla lakkrísjóladagatal skartar sínu fegursta og minnir á gamla tímann. Ljósmynd/Johan Bülow

Forsala er hafin á hinu sívinsæla jóladagatali frá Johan Bülow. Nú er lag fyrir alla lakkrísaðdáendur að næla sér í eintak á sérstökum 10% forsöluafslætti og  í kaupbæti Classic 125 grömm af jólalakkrísnum sem er með silkimjúku saltkaramellubragði. Forsalan hjá Epal gildir til 30. september.

Forsala á dagatölunum er hafin og fylgir kaupauki með sem …
Forsala á dagatölunum er hafin og fylgir kaupauki með sem er að sjálfsögðu lakkrís fyrir sælkera. Ljósmynd/Johan Bülow

24 dagar af einstakri lakkrísupplifun

Eins og aðstandendur sælkerajóladagatalsins segja þá er vert að ímynda sér 24 daga af einstakri lakkrísupplifun sem þú getur deilt með þeim sem þú elskar. Á bak við hvern glugga er ljúffeng lakkrísupplifun, nokkuð sem alvöru lakkrísunnendur geta ekki látið fram hjá sér fara. Lífsstílsverslunin Epal býður jóladagatalið sívinsæla á afslætti ásamt glæsilegum kaupauka, hinum sívinsæla Classic-lakkrís með silkimjúku saltkaramellubragði. Afhending á vörunni fer fram um miðjan október.

Hægt er að skoða nánar hér.

Margir segja að þetta sé rétta gjöfin til að færa …
Margir segja að þetta sé rétta gjöfin til að færa ástinni og deila með henni einstakri lakkrísupplifun við kertaljós. Ljósmynd/Johan Bülow
mbl.is