Það er að koma helgi og þá er gott að fá hugmyndir að uppskriftum fyrir helgarbaksturinn. Þegar hefðbundin rútína er komin í gang og skólarnir komnir á fullt er ávallt svo kærkomið að fá helgarfrí. Þá er lag að gera vel við sig og sína og baka eitthvað gómsætt. Hér eru þrjár æðislegar uppskriftir sem koma úr smiðju Berglindar Hreiðars hjá Gotteríi og gersemum sem hún mælir með og steinliggja. Allar uppskriftirnar eru einfaldar og öll fjölskyldan getur tekið þátt í bakstrinum.
Himneskir kanelsnúðar með morgunkaffinu
„Þessir snúðar hér eru eitt það allra besta! Best finnst mér að byrja að undirbúa þá á náttfötunum því deigið þarf að hefast lengi, nokkrum sinnum og þá eru þeir fullkomnir í kaffinu.“
Sjá uppskrift hér: Himneskir kanelsnúðar.
Besta skúffukaka í heimi
„Besta skúffukaka í heimi ber nafn með rentu, fær aðstoð frá Betty vinkonu og allir geta gert hana án þess að hún klikki.“
Sjá uppskrift hér: Besta skúffukaka í heimi.
Ómótstæðilega góðar muffins með súkkulaðibitum
„Þessi muffins uppskrift er ein sú vinsælasta á vefnum hjá mér og hefur verið það lengi. Þetta er ein gömul og góð úr Matreiðslubók Mikka og stendur alltaf fyrir sínu.“
Sjá uppskrift hér: Muffins með súkkulaðibitum.