Það sem þú vissir ekki um kjúklingabaunir

Kjúklingabaunir hafa mjög jákvæð áhrif á heilsuna.
Kjúklingabaunir hafa mjög jákvæð áhrif á heilsuna. Ljósmynd/Pexels/Cup of Couple

Það má með sanni segja að kjúklingabaunir séu alger ofurfæða. Þessar litlu bragðmildu baunir eru mjög næringarríkar og gera oft gæfumuninn í ýmsum réttum sem eru á boðstólum. Sumum þykir ómissandi að hafa kjúklingabaunir í salatinu, súpunni, vefjunni, pítunni, eða pottréttinum en milda bragðið og þægilega áferðin gera það að verkum að notagildi baunanna er nær óendanlegt og hentar nánast í og með öllum mat. 

Líkt og sjá má á listanum hér að neðan, sem er langt því frá að vera tæmandi, býr regluleg neysla á kjúklingabaunum yfir margvíslegum og vænlegum ávinningi fyrir heilsuna.

Vissir þú að kjúklingabaunir...

..eru hentugar fyrir grænmetisætur?

..eru mjög prótein- og trefjaríkar?

..innihalda mörg nauðsynleg næringarefni fyrir líkamann, líkt og járn, magnesíum og fólat?

..innihalda hátt magn af trefjum sem hjálpa meltingunni og stuðla að heilbrigðri þyngd?

..hafa jákvæð áhrif á hjarta- og æðastarfsemi?

..hjálpa til við að lækka kólesteról?

..geta dregið úr hjartaáfalli og heilablóðfalli séu þær borðaðar reglulega?

..eru frábær fæða fyrir sykursjúka eða þá sem eiga í vandræðum með blóðsykurinn?

..eru glútenfríar?

..innihalda andoxunarefni sem draga úr bólgum í líkamanum?

..geta hjálpað til við að draga úr einkennum langvinnra sjúkdóma eins og gigtar í liðum?

mbl.is