Furðufugl og skemmtikraftur í japönsku eldhúsi

Hinn stórfurðulegi en kómíski kokkur hefur haldið hálfgerðar flugeldasýningar fyrir …
Hinn stórfurðulegi en kómíski kokkur hefur haldið hálfgerðar flugeldasýningar fyrir matargesti sína þeim til ánægju og yndisauka á veitingastaðnum Kichi Kichi Omurice í Kyoto Japan. Samsett mynd

Einn vinsælasti og erfiðasti veitingastaður til að bóka borð er hinn stórfrægi Kichi Kichi Omurice í Kyoto Japan. Mögulega hafa sum ykkar séð matreiðslumanninn Yukimura á netinu eða á samfélagsmiðlum en í u.þ.b. fjóra áratugi hefur hinn stórfurðulegi en kómíski kokkur haldið hálfgerðar flugeldasýningar fyrir matargesti sína þeim til ánægju og yndisauka.

Óhætt er að fullyrða að Kichi kichi Omurice sé líflegur japanskur veitingastaður með afar sérkennilegum og kostulegum kokki sem býður upp á mjög frumlega eggjaböku á hrísgrjónarbeði og jafnframt aðra áhugaverða og skemmtilega rétti.

Á heimasíðu veitingastaðarins segir að ástríða matseðilsins sé einfaldlega þessi:

  • Blanda af beiskum sætindum og mismunandi bragði af Demigras sósu.
  • Motokichi, sérstök rjómalöguð sojasósa og vegan útgáfa er í boði.
  • Sérstök sýning hvernig eggjakaka ásamt hrísgrjónum er skorin að hætti kokksins.
  • Ótrúleg kunnátta á steikarpönnu og ekki góður í ensku er sjarminn við veitingastaðinn.

Mjög erfitt er að fá borð á staðnum og því nauðsynlegt að bóka borð fyrir fram og helst mánuði fram í tímann. Þeir sem elska að skemmta sér með mat þá er þessi veitingastaður klárlega fyrir þig.

Sjón er sögu ríkari.



mbl.is