Brioche snúðar með rjómaostakremi og kirsuberjatart 

Guðrún Erla Guðjónsdóttir býður upp á helgarbaksturinn að þessu sinni. …
Guðrún Erla Guðjónsdóttir býður upp á helgarbaksturinn að þessu sinni. Guðdómlega brioche snúða með rjómaostakremi og kirsuberjatart með nutella. Samsett mynd

Guðrún Erla Guðjónsdóttir, bakari og nemi í konditor hjá Mosfellsbakarí er bakarinn sem býður upp á helgarbaksturinn að þessu sinni. Guðrún er einungis 22 ára ára gömul og hefur þegar unnið keppnina um Köku ársins en hún var sigurvegarinn í ár. Hún deilir með lesendum Matarvefsins tveimur af sínum uppáhaldsuppskriftum af kræsingum sem smellpassa með helgarkaffinu. 

Guðrún Erla Guðjónsdóttir er bakari og nemi í konditor hjá …
Guðrún Erla Guðjónsdóttir er bakari og nemi í konditor hjá Mosfellsbakarí og hefur miklar ástríðu fyrir sínu fagi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ég vinn í Mosfellsbakarí og er þar á konditorsamning. Í því námi er farið meiri ítarlega í köku- og dessertgerð,“ segir Guðrún Erla. Ástríða hennar fyrir bakstri kviknaði á unga aldri. Ég man eftir mér vera inn í eldhúsi að horfa á mömmu vera baka skúffuköku. Seinna meir fór ég að horfa á bökunar þætti í sjónvarpinu, og æfði mig svo sjálf inn í eldhúsi heima.“

Skemmtilegt og fjölbreytt starf

Aðspurð segir hún það geti alveg stundum verið krefjandi að starfa sem bakari. „Sérstaklega þegar ég var fyrst að byrja að vinna og þurfti alltaf að mæta klukkan 3 um nótt í bakaríið og byrja að baka. En annars er þetta mjög skemmtileg og fjölbreytt starf.

Það eru miklar annir hjá Guðrún Erlu þessa dagana og nú er stödd í Danmörku. „Ég er núna í augnablikinu að vinna í að klára konditor námið út í Danmörku. Ég útskrifast úr því námi í ágúst á næsta ári. Eftir það er ég ekki alveg 100% búin að ákveða hvað ég ætla gera, en það eru komnar nokkrar hugmyndir í hausinn á mér, af hlutum sem mig langar að gera,“ segir Guðrún Erla leyndardómsfull á svipinn.

Brioche snúðar með rjómaostakremi og Oreo sem steinliggja.
Brioche snúðar með rjómaostakremi og Oreo sem steinliggja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppskriftir frá gamla meistaranum og samstarfsfélaga

Guðrún Erla deilir með lesendum Matarvefsins tveimur girnilegum uppskriftum, annars vegar af Kirsuberjatarti og hins vegar af guðdómlega góðum brioche snúðum. „Kirsuberjatartið er uppskrift sem ég fékk frá Davíð gamla meistaranum mínum, en við vorum að gera svipaða köku í bakaríinu, bara með hindberjum. Þessi kaka er sérstaklega góð á sumrin og haustin og ég mæli með að fá sér vanilluís með. Síðan eru snúðarnir uppskrift sem ég fékk frá Rúnari sem er að vinna með mér í kökudeildinni í Mosfellsbakarí. Hann bjó til þessa snúða einhvern tímann þegar við vorum saman í vinnunni, og ég sagði orðrétt við hann eftir á: „Ég get ekki hætt að hugsa um þessa snúða sem þú gerðir.” Mér datt það svo í hug að mylja smá Oreo kex yfir þá og það gefur þessum snúður sitt loka „touch”.“

Hægt er að fylgjast með Guðrúnu Erlu og feril hennar á Instagram reikning hennar hér.

Kirsuberjatart með nutella sem gleður bæði auga og munn.
Kirsuberjatart með nutella sem gleður bæði auga og munn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brioche snúðar með rjómaostakremi og Oreo

Deigið

  • 2 еgg
  • 2 eggjarauður
  • 85 g mjólk
  • 300 g brauðhveiti
  • 6 g salt
  • 45 g sykur
  • 9 g ferskt ger eða 3 g þurrger
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 120 g kalt smjör

Aðferð:

  1. Gerið deigið deginum áður fyrir bakstur.
  2. Setjið öll hráefnin í skál, nema smjörið.
  3. Vinnið deigið vel saman hægt.
  4. Deigið er tilbúið þegar það byrjar að sleppa frá hliðunum á skálinni.
  5. Setjið síðan smjörið hægt og rólega út í og hrærið hægt á meðan.
  6. Deigið mun vera smá blautt og erfitt að vinna með, setjið deigið í skál og plast yfir og inn í ísskáp.
  7. Takið deigið út úr ísskápnum daginn eftir og rúll út.
  8. Smyrjið síðan fyllingunni inn í og rúllið síðan deiginu upp.
  9. Skerið síðan lengjuna í 2-3 sentimetra snúða og setjið i eldfast form.
  10. Snúðarnir fá svo að hefast í heitu umhverfi með yfirbreiðslu í 1 til 2 klukkutíma eða þegar þeir fara að fylla út í formið.
  11. Bakið síðan í ofni við 180°C í 15 til 20 mínútur eða þangað til snúðarnir verða gullinbrúnir. Þegar snúðarnir hafa kólnað, smyrjið þá með rjómaostakreminu.
  12. Myljið síðan Oreo yfir og njótið.

Fylling

  • 200 g Odense kranse XX
  • 200 g púðursykur
  • 200 g smjör
  • 1 tsk. kanill 

Aðferð:

  1. Blandið kransa XX og sykri saman með spaða.
  2. Bætið síðan smjörinu við hægt og rólega.
  3. Setjið síðan kanill út í lokinn.
  4. Ef blandan er of stíf, er hægt að setja smá heitt vatn út í þanga til blandan er orðin nógu mjúk til að smyrja með.

Rjómaostakrem

  • 250 g flórsykur
  • 113 g rjómaostur
  • 75 g smjör
  • 1 tsk. vanilludropar
  • Oreo sem skraut

Aðferð:

  1. Vinnið saman flórsykur og rjómaostur í skál á meðan smjörið er sett stutta stund í örbylgju ofn til að mýkja.
  2. Þegar flórsykurinn og rjómaosturinn eru vel unninn saman, setjið þá smjörið út í.
  3. Setjið síðan vanillu út í.
  4. Geymið síðan kremið inn í ísskáp. 

Kirsuberjatart með nutella

Linsudeig

  • 235 g hveiti
  • 160 g smjörlíki
  • 82 g flórsykur
  • 1 stk. egg

Aðferð: 

  1. Blandið öllu saman með spaða í matreiðsluvél.
  2. Geymið síðan deigið inn í ísskáp, á meðan fyllingin er gerð.

Marsípan fylling

  • 50 g Odense marsípan
  • 50 g sykur
  • 50 g smjör
  • 1 stk. egg
  • 25 g hveiti

Aðferð:

  • Blandið marsípan og sykur saman.
  • Setjið síðan smjörið út í bitum, passið að það verði ekki kekkjótt
  • Setjið síðan eggið út í og hrærið áfram.
  • Sigtið hveitið síðan út í lokin.

Aukalega

  • frosin kirsuber
  • nutella
  • hakkaðar möndlur

Samsetning

  1. Rúllið linsudeigið út með kökukefli, passið að hafa vel af hveiti á borðinu.
  2. Setjið deigið síðan í tart form sem er búið að fita.
  3. Smyrjið nutella í botninn og smyrjið síðan marsípan fyllingunni yfir það.
  4. Þíðið frosin kirsuber í skál og stráið smá sykur yfir.
  5. Skerið kirsuberin í tvennt, og setjið yfir fyllinguna.
  6. Stráið hökkuðum möndlum yfir í lokin.
  7. Bakið í ofni við 180°C í 15 til 20 mínútur.  
mbl.is
Loka