Helga Magga sló í gegn á matreiðslunámskeiði

Helga Magga næringarþjálfari fræddi gesti um næringarríka fæðu og sýndi …
Helga Magga næringarþjálfari fræddi gesti um næringarríka fæðu og sýndi einfaldaldar og fljótlegar uppskriftir að góðum og hollum réttum á matreiðslunámskeiði sem haldið var í tilefni að Heilsudögum hjá Hagkaup. Ljósmynd/Blik stúdíó

Í tilefni heilsudaga sem haldnir voru á dögunum í Hagkaup var boðið upp á matreiðslunámskeið með Helgu Möggu næringaþjálfara og matarbloggara, sem heldur úti uppskriftasíðunni Helga Magga, í Hagkaup Smáralind. Helga Magga fræddi gesti um næringarríka fæðu og sýndi einfaldaldar og fljótlegar uppskriftir að góðum og hollum réttum. Morgunverðarskál með Weetabix og berjum, ljúffenga þeyting með sellerí og próteinpitsuna hennar sem slegið hefur í gegn.

Helga Magga er mikill gleðigjafi og nýtur sín best þegar …
Helga Magga er mikill gleðigjafi og nýtur sín best þegar hún er að töfra fram kræsingar. Ljósmynd/Blik stúdíó

Námskeiðið var vel sótt og vakti mikla lukku viðstaddra enda er Helga Magga gleðigjafi og ótrúllega flink að búa til einfalda og holla rétti sem allir geta leikið eftir. „Það er fátt skemmtilegra  og meira gefandi en að halda matreiðslunámskeið með góðu fólki sem hefur áhuga á næringarríkum og hollum mat,“ segir Helga Magga að loknu vel heppnuðu námskeiðskvöldi.

Próteinpitsurnar hennar Helgu Möggu er gríðarlega vinsælar.
Próteinpitsurnar hennar Helgu Möggu er gríðarlega vinsælar. Ljósmynd/Blik Stúdíó
Morgunverðarskálarnar hennar Helgu Möggu með Weetabix og berjum gleðja bæði …
Morgunverðarskálarnar hennar Helgu Möggu með Weetabix og berjum gleðja bæði auga og munn. Ljósmynd/ Blik Stúdíó
Námskeiðsgestir voru áhugasamir um aðferðir Helgu Möggu og fylgdust grannt …
Námskeiðsgestir voru áhugasamir um aðferðir Helgu Möggu og fylgdust grannt með. Ljósmynd/Blik Stúdíó
Námskeiðið var vel sótt og þétt setið.
Námskeiðið var vel sótt og þétt setið. Ljósmynd/Blik Stúdíó
Námskeiðsgestir fengu allir smakk.
Námskeiðsgestir fengu allir smakk. Ljósmynd/Blík Stúdíó
Boðið var upp á kræsingar frá Veisluréttum Hagkaups.
Boðið var upp á kræsingar frá Veisluréttum Hagkaups. Ljósmynd/Blik Stúdíó
Helga Magga útbjóð einnig þeyting með sellerí sem nýtur mikilla …
Helga Magga útbjóð einnig þeyting með sellerí sem nýtur mikilla vinsælda þessa dagana. Ljósmynd/Blik Stúdíó
Helga Magga sýndi handbrögðin við pitsubaksturinn.
Helga Magga sýndi handbrögðin við pitsubaksturinn. Ljósmynd/Blik Stúdíó
Námskeiðsgestir voru leystir út með hollustu gjöfum.
Námskeiðsgestir voru leystir út með hollustu gjöfum. Ljósmynd/Blik Stúdíó
mbl.is