Suðrænir kokkanemar töfruðu fram saltfiskrétti

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari fór á kostum sem veislustjóri í …
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari fór á kostum sem veislustjóri í suðrænu saltfiskveislunni sem haldin var á dögunum Samsett mynd

Það var margt um manninn og glatt á hjalla þegar suðrænir matreiðslunemendur kynntu rétti úr íslenskum saltfisk í Hótel- og veitingaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi. Kynningin var samstarf MK og Bacalao de Islandia, kynningarverkefni íslensks þorsks á Spáni, Portúgal og Ítalíu. Undanfarin ár hefur aðal áherslan í verkefninu verið á samstarf með matreiðsluskólum, þar sem kokkar framtíðarinnar stíga fram á sviðið. Hluti af því samstarfi er CECBI, matreiðslukeppni á landsvísu, þar sem íslenskur saltfiskur er aðal hráefnið. Þetta er í þriðja skiptið sem keppnin fer fram og er hún búin að festa sig í sessi á meðal þarlendra kokkanema. Það má því með sanni segja að mikið hafi verið um dýrðir þegar saltfiskkræsingarnar voru bornar fram og gestir fengu að njóta.

Sigurvegarnir Franciscos Orsi frá Ítalíu, Gonçalo Pereira Gaspar frá Portúgal …
Sigurvegarnir Franciscos Orsi frá Ítalíu, Gonçalo Pereira Gaspar frá Portúgal og Diego Antonio Chavero Rosa frá Spáni mættu glaðbeittir ásamt kennurum sínum til veislunnar og töfruðu fram sigurkræsingarnar. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson

Saltfiskurinn þekktur fyrir gæðin

Í Suður Evrópu er íslenski saltfiskurinn þekktur fyrir gæði sín og er uppistaðan í fjölmörgum þjóðaruppskriftum, jafnvel sem jólamatur. „Það er okkur mikil ánægja að heimsækja ykkar fallega land og að kynnast uppruna fisksins, sem við þekkjum svo vel. Vonandi getum við miðlað og skilið eftir eitthvað af okkar matreiðsluhefðum í leiðinni.” sagði Francisco Orsi, einn nemanna, frá Bologna á Ítalíu.

Veislustjórinn ánægður með saltfiskkræsingarnar

Auk Franciscos voru sigurvegarar þeir Gonçalo Pereira Gaspar frá Portúgal og Diego Antonio Chavero Rosa frá Spáni. Íslandsferðina hlutu þau í sigurlaun og komu til landsins ásamt kennara sínum. Þau endursköpuðu vinningsréttina sína, kynntu fyrir gestum og gáfu að smakka. Þar að auki reiddu nemar í Hótel og veitingaskólanum fram saltfiskkræsingar á sinn hátt. Veislustjóri var Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari, eigandi Hnoss og yfirkokkur Hjá Jóni. Hún fór á kostum eins og einni er lagið. „Saltfiskréttirnir komu virkilega á óvart og gaman að sjá svona fjölbreyttar útfærslur,“ sagði Fanney Dóra eftir veisluna suðrænu.

Daginn eftir móttökuna í MK hélt hópurinn til Vestmannaeyja þar sem þau fóru m.a. í saltfiskvinnslu VSV og um borð í fiskiskip, auk þess að upplifa dýrindis fiskmeti á veitingastöðum í Eyjum. Það má því segja að þau hafi fengið að kynnast upprunanum alla leið, allt frá veiðum og vinnslu og að eldhúsinu.

Sigurvegarinn frá Portúgal Gonçalo Pereira Gaspar frá kokkaskólanum Escola de …
Sigurvegarinn frá Portúgal Gonçalo Pereira Gaspar frá kokkaskólanum Escola de Hotelaria e Turismo de Lisboa með kennaranum sínum. Rétturinn hans ber yfirskriftina „Saltfisk Massada“. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Saltfiskrétturinn hans Gonçalo Pereira Gaspar frá Portúgal sem ber heitið …
Saltfiskrétturinn hans Gonçalo Pereira Gaspar frá Portúgal sem ber heitið „Saltfisk Massada“. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Sigurvegarinn frá Ítalíu Francesco Orsi frá kokkaskólanum Luigi Veronelli, Bologna …
Sigurvegarinn frá Ítalíu Francesco Orsi frá kokkaskólanum Luigi Veronelli, Bologna ásamt kennara sínum. Rétturinn hans er Saltfiskur í ólífuolíu og majónesi, með spínati, beurre blanc og þurrkuðum ávöxtum. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Suðræni saltfiskrétturinn hans Francisco Orsi frá Bologna á Ítalíu, Saltfiskur …
Suðræni saltfiskrétturinn hans Francisco Orsi frá Bologna á Ítalíu, Saltfiskur í ólífuolíu og majónesi, með spínati, beurre blanc og þurrkuðum ávöxtum. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Sigurvegarinn frá Spáni Diego Antonio Chavero frá kokkaskólanum Escuela Superior …
Sigurvegarinn frá Spáni Diego Antonio Chavero frá kokkaskólanum Escuela Superior de Hostelería y Turismo de Extremadura ásamt kennara sínum. Rétturinn hans ber yfirskriftina Miðdagshressing í Malaga. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Saltfiskrétturinn hans Diego Antonio Chavero Rosa frá Spáni, Miðdagshressing frá …
Saltfiskrétturinn hans Diego Antonio Chavero Rosa frá Spáni, Miðdagshressing frá Malaga. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Mikið var um dýrðir á veisluborðinu þar sem bornar voru …
Mikið var um dýrðir á veisluborðinu þar sem bornar voru fram fram saltfiskkræsingar. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Gleðin við völd í eldhúsinu.
Gleðin við völd í eldhúsinu. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Saltfisk-canape snittur að hætti matreiðslunemenda í Hótel- og veitingaskólanum í …
Saltfisk-canape snittur að hætti matreiðslunemenda í Hótel- og veitingaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi. Ljósmynd/Sjöfn
Fallegar fyrir augað líka.
Fallegar fyrir augað líka. Ljósmynd/Sjöfn
Frumleikinn allsráðandi.
Frumleikinn allsráðandi. Ljósmynd/Sjöfn
Fyrir auga og munn.
Fyrir auga og munn. Ljósmynd/Sjöfn
Framsetningin skemmtilegt.
Framsetningin skemmtilegt. Ljósmynd/Sjöfn
Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Saltfiskurinn göfgar matargerðina.
Saltfiskurinn göfgar matargerðina. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
mbl.is