Græni væni morgundrykkurinn

Helga Magga töfraði fram þennan græna væna þeyting á dögunum …
Helga Magga töfraði fram þennan græna væna þeyting á dögunum sem sló í gegn. Samsett mynd

Á dögunum stóð Helga Magga næringarþjálfari og matarbloggari fyrir matreiðslunámskeiðið í samstarfi við Hagkaup í tilefni Heilsudaga og töfraði þá meðal annars fram þennan græna væna þeyting sem sló í gegn. Þessi er tilvalinn til að byrja daginn á. „Ég hef sjaldan haldist lengi í grænum drykkjum en þessi drykkur er búinn að vera í uppáhaldi hjá mér undanfarið og er ekkert á útleið,“ segir Helga Magga. Hægt er að setja út í þeytinginn banana til að gera hann matarmeiri. Hægt er að fylgjast með Helgu Möggu á heimasíðunni hennar hér.

Græni væni

  • 6 - 8 klakar
  • vatnsglas
  • 1 stilkur sellerí
  • ½ - 1 límóna
  • 1 msk. engiferskot
  • 30 g vanillu próteinduft (whey próteinduft eða vegan prótein)

Aðferð:

  1. Öllu blandað vel saman í blandara.
mbl.is