Milljón dollara spaghettíréttur

Milljón dollara spaghettíréttur sem er þess virði að prófa.
Milljón dollara spaghettíréttur sem er þess virði að prófa. Ljósmynd/Valla Gröndal

Hakkréttir á borð við hakk og spaghettí og lasagna eru meðal þeirra rétta sem eldaðir eru reglulega á mörgum heimilum og eru alltaf jafnvinsælir. Hægt er að útbúa alls konar rétti úr hakki og pasta og leika sér bragð og áferð. Valgerður Gréta Gröndal, alla jafn kölluð Valla, sem heldur úti uppskriftasíðunni Valla Gröndal útbjó þennan Milljón dollara spaghettírétt. Hann er fullkominn til að bera fram þegar stórfjölskyldan hittist eða vinahóparnir. Þessi réttur er líka sniðugur í fjölskylduafmælið. Þessi hakkréttur er blanda af þessu tvennu, hakk og spaghettí og lasagna. Ofnbakaður með æðislegri ostasósu og allt raðað í lögum í eldfast mót líkt og lasagna en í stað lasagna platnanna er ríflegt magn af spaghettíi. Upplagt er að bera þennan rétt fram með nýbökuðu hvítlauksbrauði og fersku salati að eigin vali.

Gott er að rífa niður ferskan parmesanost yfir áður enn …
Gott er að rífa niður ferskan parmesanost yfir áður enn fyrsti bitinn er tekinn. Ljósmynd/Valla Gröndal

Milljón dollara spaghettíréttur

 • 2 msk. ólífuolía
 • 1 stór laukur
 • 4 hvítlauksrif
 • 500 g grísahakk
 • 500 g nautahakk
 • 1 tsk. þurrkað fennel
 • 1 tsk. nýmalaður svartur pipar
 • 1 tsk. hvítlauksduft
 • ¼ tsk. þurrkað chili
 • 2 msk. oreganó
 • 2 stórar dósir spaghettísósa (2x680g)
 • 220 g kotasæla frá MS
 • 230 g rjómaostur frá Gott í matinn
 • 60 g sýrður rjómi frá Gott í matinn
 • 300 g Pitsaostur frá Gott í matinn
 • 50 g kalt smjör
 • 450 g spaghettí
 • rifinn Grettir ostur eftir smekk
 • fersk steinselja eftir smekk

Aðferð:

 1. Saxið laukinn og hvítlaukinn smátt.
 2. Hitið ólífuolíuna á stórri pönnu og steikið laukinn.
 3. Bætið hakkinu út á pönnuna og brúnið við háan hita.
 4. Bætið kryddum saman við.
 5. Setjið helminginn af spaghettísósunni saman við og látið malla á meðan ostablandan er útbúin.
 6. Hrærið saman í skál; kotasælu, rjómaosti, sýrðum rjóma og helmingnum af pitsaostinum.
 7. Setjið til hliðar.
 8. Sjóðið spaghettíið.
 9. Þegar það er tilbúið hellið vatninu af og setjið restina af spaghettísósunni saman við.
 10. Sneiðið kalt smjör með ostaskera og setjið í botninn á stóru eldföstu móti eða ofnpotti.
 11. Setjið helminginn af spaghettínu ofan á smjörið.
 12. Smyrjið því næst allri ostablöndunni yfir spaghettíið.
 13. Setjið restina af spaghettíinu yfir ostablönduna.
 14. Hellið hakksósunni yfir allt og toppið með restinni af pitsaostinum.
 15. Bakið við 175°C í 30-40 mínútur.
 16. Skreytið réttinn með steinselju.
 17. Berið fram með parmesanosti, nýbökuð hvítlauksbrauði og salati að eigin vali.
mbl.is