Solla Eiríks segir að þetta sé langbesta grænkálspestóið þó víða væri leitað. Grænkál er ofurfæða, það sérlega rík af kalki, B-vítamínum, magnesíum, járni og fleiri steinefnum og vítamínum. Grænkálið getur því hjálpað að styrkja beinin, auka orkuna, efla ónæmiskerfið og minnkað sykur- og matarlöngun svo fátt sé nefnt. Það er því dásamlegt að fá grænkálið í pestó og njóta þess á hrökkbrauði eða súrdeigsbrauði. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Sollu sem hún birti á dögunum á Instagram síðu sinni hér.
Mæðgurnar Solla og Hildur Ársælsdóttir standa þessa dagana fyrir matreiðslunámskeiði sem ber heitið Meira grænt þannig að ef þig langar að fá fullt af frábærum uppskriftum og innblæstri fyrir matreiðsluna er upplagt að skrá sig á námskeið hjá þeim. Þær mæðgur eru snillingar þegar kemur að því að útbúa grænmetisrétti sem eru bæði bragðgóðir og hollir.
Grænkálspestó
Aðferð: