Marentza Poulsen hefur svo sannarlega sett svip sinn á matarmenningu þjóðarinnar undanfarna áratugi en hún hefur starfað við matargerð og veisluþjónustu meira og minna allt sitt líf. Marentza hóf rekstur Flórunnar í garðskála Grasagarðsins árið 1997 og rak hana þar til hún seldi reksturinn fyrr á þessu ári.
Marentza er svo sannarlega ekki af baki dottin en hún stendur nú vaktina flesta daga á Klömbrum Bistro á Kjarvalsstöðum. Þau sem hafa lagt leið sína þangað hafa tekið eftir, og jafnvel gætt sér á, girnilegum kökunum sem jafnan eru á boðstólum þar en eitt af uppáhaldshráefnum Marentzu er súkkulaði, þessi ómótstæðilega freisting sem við elskum öll.
„Ég var fengin til þess fyrir mörgum árum að sjá um súkkulaðibókina fyrir Nóa Síríus, en verkefnið snerist um að taka saman girnilegust uppskriftirnar úr kökubæklingum liðinna ára og setja saman í eina bók. Þá tók ég eftir því að sumar uppskriftanna voru kannski keimlíkar en buðu samt upp á mismunandi bragðheima þar sem hluti hráefnanna var ólíkur. Sem dæmi var þá gjarnan komið eitthvað nýtt á milli, súkkulaðimús á einum stað var orðin að rjóma með súkkulaði og lakkrís á öðrum og svo framvegis,“ segir Marentza og bætir við að þetta sýni vel hversu skemmtilegt hráefni gott súkkulaði sé. „Nói Síríus býður upp á svo breiða flóru af vörum að fólki hefur reynst auðvelt að prófa sig áfram með hinar ýmsu útgáfur af allskyns góðgæti og það er vissulega alltaf auðveldara að töfra fram kræsingar þegar hráefnið er gott,“ segir Marentza að lokum.
Marentza var svo góð að deila með okkur uppáhaldssúkkulaðikökunni sinni úr umræddri súkkulaðibók en það er hin gómsæta Pipp terta sem glatt hefur fjölda bragðlauka í gegnum tíðina.
Pippterta
Botn
Aðferð:
Fylling
Aðferð:
Krem
Aðferð: