Þessi dásamlegi ískaffidrykkur er fullkominn fyrir kaffiunnendur og kemur úr smiðju uppskriftahöfundarins Linda Ben sem heldur úti uppskriftasíðunni Linda Ben. Drykkurinn er próteinríkur, nærandi og þetta ískaffi er einstaklega ljúffengt, þú bara verður að smakka ef þú elskar kaffi.
Unaðslega ljúffengur ískaffidrykkur úr smiðju Lindu Ben.
Ljósmynd/Linda Ben
Karamelluskyr ískaffi
- 200 g kaffiskyr með karamellu frá Örnu Mjólkurvörum
- 150 ml mjólk
- Klakar
- French Roast kaffihylki að eigin vali
Aðferð:
- Hellið upp á sterkan kaffi, espresso, og leyfið kaffinu að kólna á meðan þið gerið drykkinn.
- Setjið kaffiskyr og mjólk í skál og blandið vel, þægilegt að nota litinn rafmagnsþeytara.
- Setjið klaka í glas og hellið kaffinu yfir klakana, hellið svo skyrblöndunni yfir og njótið.