Jakob kominn í úrslit í barþjónakeppninni í Sao Paulo

Jakob Eggertsson barþjónn að fullkomna áskorunina sem hann fékk. En …
Jakob Eggertsson barþjónn að fullkomna áskorunina sem hann fékk. En Jakob þurfti að gera minnst 4 drykki á 6 mínútum sem hver lýsti bragðeinkennum viskísins: malt, reykur, spicy, viður, ávextir og ferskleiki. Ljósmynd/World Class

Undanfarna daga hefur Jakob verið að keppa við bestu barþjóna heims í barþjónakeppni þar sem færustu aðilar drykkjarbransans eru saman komnir frá öllum heimshornum. Nú er hann meðal 12 bestu barþjóna heims í ár og heldur áfram keppni á morgun svo það er allt að gerast hjá Jakobi þessa stundina.

Yfir 1000 manns upplifa það nýjasta í kokteilamenningunni

Á milli þess sem barþjónar keppa eru fyrirlestrar um hvernig drykkir og menningin er að þróast, matarpörun og áhrifavaldar miðla sinni reynslu. Um 1000 manns eru saman komnir að upplifa það nýjasta og ferskasta í kokteilamenningunni sem snýst að mörgu leyti að upplifun og að skilja eftir minningar sem fólk tekur með sér.

Stærsta keppni sinnar tegundar

52 keppendur taka þátt í ár og hafa undanfarna daga reynt við margs konar áskoranir og gert fjölda drykkja. Þetta er án efa stærsta keppni sinnar tegundar og mikill stökkpallur fyrir barþjóna en þeir bestu ferðast um allan heim og taka gestavaktir á flottustu börunum, halda fyrirlestra og námskeið um allan heim. World Class sigurvegarar sjá til dæmis um kokteila á Golden Globe og Óskarsverðlaununum þannig það eru mikil tækifæri fyrir þá sem ná langt.

Jakob er ungur en reynslumikill barþjónn og er einn af eigendum Jungle Cocktail Club og Bingó sem eru staðir með ólíka áherslu. Það verður spennandi að sjá hvernig Jakobi vegnar á morgun en hann er sannarlega kominn í riðil með allra bestu barþjónum heims og keppnin er einstaklega sterk í ár.

Eftirtaldar þjóðir komust áfram í topp 12

Þeir 12 sem komust áfram voru Ísrael, Kanada, Japan, Bretland, Indland, Tékkland, Bandaríkin, Suður Kórea, Grikkland, Suður Afríka, Ísland og Mexíkó. Hægt er að fylgjast með streymi á Instagram @worldclass og á íslensku síðunni @worldclassdrykkir en þar er hægt að fylgjast nánar með Jakobi.

Barþjónarnir 12 sem komust áfram eru frá Ísrael, Kanada, Japan, …
Barþjónarnir 12 sem komust áfram eru frá Ísrael, Kanada, Japan, Bretlandi, Indlandi, Tékklandi, Bandaríkjunum, Suður Kóreu, Grikklandi, Suður Afríku, Íslandi og Mexíkó. Ljósmynd/World Class

Áskorun sem Jakob kláraði með stæl

Eitt af því sem Jakob þurfti að gera í keppninni var Johnnie Walker áskorun þar sem Jakob þurfti að gera minnst 4 drykki á 6 mínútum sem hver lýsti bragðeinkennum viskísins: malt, reykur, spicy, viður, ávextir og ferskleiki. Þetta voru 6 brögð og að sjálfsögðu gerði Jakob þá 6 drykki á 6 mínútum sem hver einkenndi þessi brögð og fékk aukastig en mínus stig yrðu gefin ef hann náði ekki að klára.

mbl.is