Ferskt og bragðgott mangó- og agúrkusalsa

Æðsilegt magnó- og agúrkusalsa sem passar með flestum mat, sérstaklega …
Æðsilegt magnó- og agúrkusalsa sem passar með flestum mat, sérstaklega mexikönskum réttum. Ljósmynd/Jana

Hér er á ferðinni æðislegt ferskt og gott salsa með mangó, agúrku og granateplafræjum sem er gott með flestum mat, sérstaklega mexíkönskum mat. Uppskriftin kemur úr smiðju Kristjönu Steingrímsdóttur, ávallt kölluð Jana, heilsumarkþjálfa en hún er iðin við að deila uppskriftum með fylgjendum sínum a Instagram reikning sínum @janast. Við mælum með að þið prófið þetta æðislega salsa með því sem ykkur langar að prófa það með. Líka gott með fiskréttum. 

Mangó- og agúrkusalsa

  • 1 agúrka, skorin í litla bita
  • 1-2 mangó, skorið í litla bita
  • 1/3  bolli granateplafræ
  • 2 msk. sítrónuolía
  • 1/5-1 box ferskt kóríander saxað
  • 2-3 msk. ristaðar möndlur saxaðar gróft
  • 1 msk. safi frá ferskri sítrónu
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • ½ tsk. chili flögur eða ferskt chili eftir smekk
  • ½ tsk. cumin duft
  • ½ tsk. fínt sjávarsalt

Aðferð:

  1. Öllu blandað saman í skál.
  2. Berið fram ferskt og kalt.
mbl.is
Loka