Ómótstæðilega girnilegur vikumatseðill fyrir þig

Vikumatseðillinn er ómótstæðilega girnilegur og á vel við haustið.
Vikumatseðillinn er ómótstæðilega girnilegur og á vel við haustið. Samsett mynd

Við á matarvefnum bjóðum upp á vikumatseðilinn að þessu sinni með haustlegu ívafi. Uppskriftirnar fyrir vikuna eru girnilegar og matarmiklar sem passa vel fyrir alla fjölskylduna.

Mánudagur – Ljúffengir saltaðir þorskhnakkar í spínatsósu

„Saltfiskur er herramannsmatur og það er ávallt ljúft að byrja nýja matarviku á fiskrétt.“ 

Saltaðir þorskhnakkar eru herramannsmatur og er ljúft að njóta þeirra …
Saltaðir þorskhnakkar eru herramannsmatur og er ljúft að njóta þeirra með spínati. Ljósmynd/Elín Helga

Þriðjudagur – Spagettíréttur með nýstárlegu sniði

„Þetta er nýstárlegur spagettíréttur sem uppskriftahöfundurinn skírði milljón dollara spagettíréttinn. Þessi réttur nýtur mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni og einfalt að elda.“

Spagettírétturinn hennar Völlu Gröndal steinliggur fyrir alla fjölskylduna.
Spagettírétturinn hennar Völlu Gröndal steinliggur fyrir alla fjölskylduna. Ljósmynd/Valla

Miðvikudagur – Grjónagrautur af betri gerðinni

„Miðvikudagskvöld er vel til þess fallin að fá sér kvöldverð sem tekur stuttan tíma að útbúa og ekki síðra að hafa hann þjóðlegan í takt við árstíðina. Þessi grjónagrautur er af betri gerðinni og bragðast ótrúlega vel.“

Þetta er grjónagrautur af betri gerðinni.
Þetta er grjónagrautur af betri gerðinni. Ljósmynd/María Gomez

Fimmtudagar – Austurlensk grænmetissúpa

„Matarmiklar og bragðgóðar súpur eiga vel við á haustin. Þessi súpa er fullkomin til að njóta á fallegu haustkvöldi við kertaljós og kósíheit. Getum vel mælt með henni.“

Austurlenska grænmetissúpan er ekta haustréttur sem gleður bragðlaukana.
Austurlenska grænmetissúpan er ekta haustréttur sem gleður bragðlaukana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Föstudagur – Hamborgari með ómótstæðilega góðri bearnaise majó

„Föstudagar eru oft pitsadagar hjá mörgum fjölskyldum og sumir elska að fá girnilegan hamborgara. Við mælum með hamborgaraveislu þetta föstudagskvöld.“

Föstudagar geta líka verið hamborgaradagar og allir geta í raun …
Föstudagar geta líka verið hamborgaradagar og allir geta í raun búið til sinn draumaborgara líkt og draumapitsuna.

Laugardagur – Ljúffeng nautalund á franska vísu sem steinliggur

„Grilluð nautalund er góð alla ársins hring. Hér er lúxusútgáfan af nautalund með svörtum trufflum, briochesneið, pönnusteiktu foie gras og madeirarauðvínsgljáa.“

Þessi nautaturn er ómótstæðilega girnilegur.
Þessi nautaturn er ómótstæðilega girnilegur. mbl.is/Eyþór

Sunnudagur – Lamba-prime með kartöflumús, chimichurri og portobellosveppum

„Íslenska lambið er ávallt skothelt og lamba-prime er einstaklega gott grillað. Það er um að gera að nýta haustblíðuna til að grilla og njóta. Svo má auðvitað velja nýja íslenska uppskeru til að hafa með.“

Girnilegt lamba-prime með kartöflumús úr nýjum kartöflum getur ekki klikkað.
Girnilegt lamba-prime með kartöflumús úr nýjum kartöflum getur ekki klikkað. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Loka