Besta kokteilsósan?

Margar útfærslur eru til að íslensku kokteilsósunni og hér erum …
Margar útfærslur eru til að íslensku kokteilsósunni og hér erum við með eina gamla, klassíska uppskrift af kokteilsósu. Ætli þetta sé besta kokteilsósan? Samsett mynd

Það eru til margar gerðir af hinni íslensku kokteilsósu sem hefur verið gerð inni á íslenskum heimilum í áranna rás. Við á matarvefnum erum að spá hvort það væri ekki lag að halda samkeppni um bestu kokteilsósuna, það eru til svo margar útfærslur af kokteilsósu á heimilum landsins. Hér er ein klassísk uppskrift af kokteilsósu með smá tvisti og hér fær majónesið að njóta sín til fulls en margir eru farnir að nota sýrðan rjóma á móti majónesinu og bragðbæta með sætu sinnepi og jafnvel nota nokkra dropa af Worcestersósu.

Kokteilsósa

  • 1 dós (lítil) majónes
  • 3-4 msk. tómatsósa
  • 1 tsk. pylsusinnep, klassíska gamla góða
  • örlítill sítrónusafi
  • örlítil HP sósa
  • paprikukrydd til skreytingar 

Aðferð:

  1. Blandaðu öllum hráefnum saman.
  2. Smakkið til með HP sósu ef vill.
  3. Þegar sósan er tilbúin stráið smá paprikukryddi yfir til skreytingar og yndisauka.
mbl.is