Er þetta girnilegasti jólakransinn sem má borða?

Helga Magga er búin að gera sinn jólakrans sem má …
Helga Magga er búin að gera sinn jólakrans sem má borða. Ótrúlega girnilegur, hollur og næringarríkur þessi mozzarellaostakúlukrans. Samsett mynd

Jólin nálgast og þá fer hugurinn á flug hvað sé hægt að útbúa og bjóða upp á að snæða í aðventunni og yfir hátíðirnar. Gaman er að geta boðið vinum og vandamönnum upp á næringarríka forrétti eða meðlæti með jólamatnum, í jólaboðið eða hittinginn sem gleðja bæði augu og mun. Þennan girnilega jólakrans setti heilsumarkþjálfinn Helga Magga saman  og sjá má mozzarellakúlur henta einstaklega vel í fallegan og bragðgóðan jólakrans.

Mozzarella jólakrans

 • 2 box mozzarellakúlur
 • 2 box litlir tómatar
 • Klettasalat eftir smekk
 • Fersk basilíka eftir smekk
 • Ólífuolía
 • Balsamik gljái

Aðferð:

 1. Byrj á því að raða klettasalatinu í hring á kringlóttan disk eða stærri flöt.
 2. Magnið fer algjörlega eftir stærð.
 3. Í hringinn á myndinni eru notaðar venjulegar mozzarellakúlur og einnig mozzarellakúlur með basilíku sem var raðað á hringinn.
 4. Hellið ólífuolíu og balsamik gljáa yfir eftir smekk.
 5. Berið fram og njótið.
@helgamagga.is

Næringarrík jól með mozzarella osti, sniðugur forréttur eða meðlæti ✨☃️

♬ Let It Snow! Let It Snow! Let It Snow! - Dean Martin


 

mbl.is
Loka