Jólamímósan í ár er komin

Jólamímósan í ár er mætt.
Jólamímósan í ár er mætt. Samsett mynd

Jólin nálgast óðfluga og það er stutt í aðventuna og þá er ekkert betra en að fá sér hátíðarkokteila og hér er uppskrift að einum slíkum sem á eftir að slá í gegn. Þetta er Jólamímósan í ár, falleg og ljúffeng með jólakeim. Þú finnur angann af jólunum og skilningarvitin fara á flug. Ef þig langar að bjóða upp á drykk sem minnir á jólin og kemur þér og þínum í jólaskap er Jólamímósan málið. 

Jólamímósa

  • 60 ml appelsínu- eða mandarínusafi
  • 60 ml trönuberjasafi
  • 90 ml af Prosecco eða Cava
  • Ískúlur til skrauts

Aðferð:

  1. Veljið rétta glasið fyrir drykkinn þannig að ískúlurnar njóti sín.
  2. Byrjið á því að setja nokkrar ískúlur í glasið.
  3. Pressið síðan appelsínu- eða mandarínusafa út í glasið.
  4. Hellið trönuberjasafanum næst í glasið.
  5. Hellið loks góðu Prosecco eða Cava í glasið.
  6. Berið fram og njótið.

Ískúlur

  • Trönuber
  • Mandarínusneiðar
  • smarín
  • Kúluklakabox

Aðferð:

  1. Allt hráefnið sett í kúluklakabox.
  2. Setjið fyrst eitt trönuber í hvert hólf, síðan smá rósmarínbút og loks eina sneið af mandarínu.
  3. Fyllið síðan upp með vatni og frystið.
  4. Gott að gera daginn fyrir notkun ef hægt er.
mbl.is