Sjáið Telmu búa til þeyting í skál

Telma Matthíasdóttir hjá Fitubrennslunni er snillingur að setja saman orkumikla …
Telma Matthíasdóttir hjá Fitubrennslunni er snillingur að setja saman orkumikla og næringarríka þeytinga. Samsett mynd

Ef ykkur langar að byrja daginn á hollum og góðum þeytingi þá er Telma Matthíasdóttir hjá Fitubrennslunni með hugmynd að góðri blöndu sem hún framreiðir í skál. Hér er sem sagt komin uppskrift að þeytingi dagsins.

Þeytingur í skál

  • 100 g blómkál
  • 50 g banani
  • 50 g avókadó, lárpera
  • 50 g kirsuber
  • 50 g hindber
  • 200 g möndlumjólk
  • 30 g 100% pure whey protein, milk rice-bragðið eða annað prótein að eigin vali
  • Jarðarber eftir smekk
  • Kíví eftir smekk
  • Bláber eftir smekk
  • Hampfræ eftir smekk
  • Protein cream ef vill

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið í blandara og þeytið vel saman.
  2. Hellið síðan í fallega skál.
  3. Skreytið síðan dýrðina með jarðarberjum, kíví, bláberjum, hampfræjum og Protein cream.
  4. Njótið.
mbl.is