Lakkrístopparnir sem falla ekki saman

Elenora Rós Georgsdóttir er með leynihráefni í uppskriftinni sinni sem …
Elenora Rós Georgsdóttir er með leynihráefni í uppskriftinni sinni sem tryggir að lakkrístopparnir falli ekki saman. Samsett mynd

Á dögunum kynntu Elenora Rós Georgsdóttir og Freyja til leiks nýja bök­un­ar­línu sem sam­an stend­ur að ómót­stæðilegu suðusúkkulaði, Djúp­ur lakk­rísk­urli og Sterku Djúp­ur lakk­rísk­urli og hef­ur Elenora þróað sér­stak­lega spenn­andi upp­skrift­ir fyr­ir all­ar þess­ar vör­u­nýj­ung­ar.

Leynihráefnið í uppskriftinni

Elenora er óstöðvandi og bakaði á dögunum gómsæta og fallega lakkrístoppa og er með leynihráefni í uppskriftinni sem lætur deigið haldast betur saman þannig að topparnir falla ekki saman ef uppskriftinni er fylgt eftir í einu og öllu.

„Galdurinn er að þeyta eggjahvíturnar vel, vera með hreina skál og bæta sykrinum rólega og varlega saman við er lykilinn að góðum grunni en það sem gulltryggir að topparnir falli ekki saman er kartöflumjölið. En það er það sem heldur deiginu betur saman. Ég mæli með að baka lakkrístoppa á blæstri og blanda súkkulaðinu og kurlinu mjög varlega saman við með sleif.“

Lakkrístopparnir Elenoru eru gullfallegir, skjannahvítir og ljúffengir að sögn þeirra sem hafa fengið að njóta þess að smakka.

Lakkrístopparnir hennar Elenoru eru bæði ljúffengir og fallegir.
Lakkrístopparnir hennar Elenoru eru bæði ljúffengir og fallegir.

Lakkrístopparnir hennar Elenoru

  • 3 eggjahvítur
  • 200 g sykur
  • 1 tsk. kartöflumjöl
  • 150 g Freyju Suðusúkkulaði
  • 150 g Freyju Djúpur lakkrískurl

Aðferð: 

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 170°C og á blástur.
  2. Byrjið á að þeyta eggjahvíturnar.
  3. Bætið sykrinum varlega saman við og stífþeytið blönduna.
  4. Blandið suðusúkkulaði og kartöflumjöli saman við Djúpur lakkrískurl með sleif.
  5. Skiptið deiginu jafnt niður á plötu með teskeiðum og bakið í miðjum ofni í 10-14 mínútur.
mbl.is