Hekla og Stefanía fengu sérverðlaun frá yfirdómara keppninnar

Svíar unnu heimsmeistaramót ungra bakara sem haldið var hér landi …
Svíar unnu heimsmeistaramót ungra bakara sem haldið var hér landi og lauk í gær með verðlaunaafhendingu. Sænska liðið var skipað Mathildu Jacob, Juliu Holmqvist og Mattias Jogmark. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svíar fóru með sigur á hólmi á heimsmeistaramóti ungra bakara sem var haldið hér á landi dagana 3.-5. júní og lauk í gær með verðlaunaafhendingu. Í öðru sæti voru Spánverjar og í þriðja sæti Frakkar. Alls tóku sjö lönd þátt, Ísland, Þýskaland, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Ungverjaland og Kína. Keppnin var hin glæsilegasta í alla staði og var þema keppninnar „List minnar þjóðar“.

Svíarnir fönguðu ákaft þegar úrslitin voru kunngerð.
Svíarnir fönguðu ákaft þegar úrslitin voru kunngerð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska liðið hlaut sérverðlaun frá yfirdómaranum

Tvær stúlkur, Stefanía Malen Guðmundsdóttir og Hekla Guðrún Þrastardóttir skipuðu íslenska liðið og stóðu sig með miklu sóma fyrir land og þjóð. Íslenska liðið fékk sérverðlaun frá yfirdómara keppninnar, Bernd Kutscher sem er mikill heiður. Þær fengu verðlaun fyrir jákvæðni, útgeislun, ástríðu, góða vöru, hugmyndaflæði, skipulagningu og góða samvinnu. Kína fékk verðlaun fyrir besta sýningarstykkið.

Hekla Guðrún og Stefanía Malen töfruðu fram hátíðlegar kræsingar, en …
Hekla Guðrún og Stefanía Malen töfruðu fram hátíðlegar kræsingar, en þema mótsins var „List minnar þjóðar“. mbl.is/Eyþór Árnason

„Dómnefnd var skipuð sjö fulltrúum, einn frá hverju landi og þeirra verk var ekki öfundsvert enda stóðu öll liðin sig framúrskarandi vel. Dómnefndin gaf stig fyrir bragð, útlit, frumleika, nákvæmni og fleiri þætti,“ segir Sigurður Már Guðjónsson formaður LABAK.

„Keppnin tókst frábærlega vel í alla staði og keppendur stóðu sig með stakri prýði. Að lokinni verðlaunaafhendingu var keppendum, aðstandendum þeirra og dómnefnd boðið til hátíðarkvöldverðar og tengslin efld enn frekar,“ segir Sigurður að lokum.

Fyrsta skipti haldið hér á landi

Keppnin hefur verið haldin af International Union of Bakers & Confectioners (UIBC) síðan 1972 en það er alþjóðlegt samband fyrir bæði bakara og kökugerðarmenn um allan heim. Þetta var glæsilegur viðburður sem Landssamband bakarameistara, LABAK) sá um og var haldið á Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Þetta er ekki bara í fyrsta skipti sem þetta heimsmeistaramót er haldið hér á landi heldur einnig fyrsta skiptið Norðurlöndunum.

Þvílík myndaveisla að skoða kræsingarnar og sýningarstykkin sem liðin göldruðu fram fyrir dómnefndina og hreint augnakonfekt að njóta.

Spánn var í öðru sæti í keppninni og liðið skipuðu …
Spánn var í öðru sæti í keppninni og liðið skipuðu Isabela García Castillo, Mónica Rufián og Jesus Sanchez Lopez. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þriðja sætið tóku Frakka og skipuðu Romain Benat, Antoine Marin …
Þriðja sætið tóku Frakka og skipuðu Romain Benat, Antoine Marin og Michael Chesnoard liðið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Íslenska liðið fékk sérverðlaun frá yfirdómara keppninnar, Bernd Kutscher. Hér …
Íslenska liðið fékk sérverðlaun frá yfirdómara keppninnar, Bernd Kutscher. Hér eru Hekla Guðrún og Stefanía Malen ásamt Kutscher, Sigurður Má, þjálfaranum sínum Stefáni Bachmann, Árna Þorvarðarsyni og Micka­el Chesnou­ard frá Frakklandi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kínverska liðið fékk verðlaun fyrir sýningarstykkið sitt. Tian Ninghan, Huang …
Kínverska liðið fékk verðlaun fyrir sýningarstykkið sitt. Tian Ninghan, Huang Ronglang, Jiang Zhaihua og Chen Jun skipuðu kínverska liðið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sýningarstykkið frá Heklu Guðrúnu og Stefaníu Malen var glæsilegt, þjóðlegt …
Sýningarstykkið frá Heklu Guðrúnu og Stefaníu Malen var glæsilegt, þjóðlegt og vísun í íslensk lög og texta. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Íslenska hlaðborðið.
Íslenska hlaðborðið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sænska sigurhlaðborðið.
Sænska sigurhlaðborðið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Þýsku kringlurnar.
Þýsku kringlurnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Franska hátíðarhlaðborðið sem hlaut 3.sætið.
Franska hátíðarhlaðborðið sem hlaut 3.sætið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hið spænska sýningarstykki.
Hið spænska sýningarstykki. mbl.is/Kristinn Magnússon
Metnaðarfullt í alla staði.
Metnaðarfullt í alla staði. mbl.is/Kristinn Magnússon
Listrænt og ljúffengt sögðu vðstaddir.
Listrænt og ljúffengt sögðu vðstaddir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Kínverska sýningarstykkið.
Kínverska sýningarstykkið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Fléttubrauðið franska.
Fléttubrauðið franska. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert