Skemmtileg snúðakeppni með frægasta bakara Þýskalands Axel Schitt

Hekla Guðrún Þrastardóttir, Axel Schitt, Ásgeir Þór Tómasson og Stefanía …
Hekla Guðrún Þrastardóttir, Axel Schitt, Ásgeir Þór Tómasson og Stefanía Malen Guðmundsdóttir að lokinni keppni. Axel og Ásgeir voru hnífjafnir með jafngóða snúða. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

Á dögunum var haldin einstök keppni í Hótel- og matvælaskólanum þar sem Axel Schitt frumkvöðull í þýskum bakstri, bakarameistari og frægasti bakarinn í Þýskalandi og Ásgeir Þór Tómasson, faggreina kennari við skólann, tókust á í bakstri. „Ásgeir, sem hefur upplifað margt á sinni ævi, átti því að mæta hinum nýja í þessari skemmtilegu keppni. Þessi viðburður var sannarlega áhugaverð samkeppni milli gamalla og nýrra strauma í bakstri,“ segir Árni Þorvarðarson bakari og fagstjóri í bakaraiðn hjá Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.

Um betri íslenskan snúð

Keppnin bar nafnið „Keppni um betri íslenskan snúð“ og var dómnefndin skipuð íslensku keppendum, Heklu Guðrúnu Þrastardóttur og Stefaníu Malen Guðmundsdóttur sem tóku þátt í heimsmeistaramóti ungra bakara á dögunum. „Þýska sjónvarpið var einnig á staðnum til að taka upp hvert handtak keppendanna, sem beittu öllum brögðum í bókinni til að baka bragðgóða, mjúka snúða. Ekki má gleyma mikilvægi þess að meta hvernig snúðarnir smökkuðust með ískaldri mjólk, sem er ómissandi þáttur í íslenskri matarhefð,“ segir Árni og bætir við að allir hafi skemmt sér vel.

Þýski bak­ara­meist­ar­inn Axel Schmitt, brauð-somm­elier, konditor­meist­ari, sjón­varps­bak­ari er einnig vin­sæll …
Þýski bak­ara­meist­ar­inn Axel Schmitt, brauð-somm­elier, konditor­meist­ari, sjón­varps­bak­ari er einnig vin­sæll rit­höf­und­ur og er á metsölulista núna fyrir bókina sína „ Schlank mit Brot“ eða „Grann­ur með brauði". Ljósmynd/Árni Þorvarðarson
Ásgeir er þekktur fyrir sína ljúffengu snúða og hann kennir …
Ásgeir er þekktur fyrir sína ljúffengu snúða og hann kennir meðal annars öllum bakaranemum að baka snúða. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

Dæmdu blint

Eftir rúma tvo tíma af ákafri keppni var komið að dómnefndinni að dæma snúðana blint. Til allra hamingju skiptust atkvæðin jafnt, og niðurstaðan var stórmeistara jafntefli. Þetta jafntefli endurspeglar þá frábæru blöndu af íslenskum og þýskum baksturshefðum sem átti sér stað í þessari keppni.

Snúðakeppni var hröð og vandað var til verka.
Snúðakeppni var hröð og vandað var til verka. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

„Eftir á var þetta frábært framtak hjá þýska bakaranum að koma í skólann okkar og spreyta sig gegn þeim íslensku. Þessi keppni var ekki aðeins skemmtileg og spennandi, heldur einnig góð áminning um hversu mikilvægt er að viðhalda og þróa baksturshefðir og deila þeim milli landa,“ segir Árni að lokum.

Hvert handbragð var tekið upp.
Hvert handbragð var tekið upp. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson
Hér má sjá útkomuna, snúð Ásgeirs og snúðinn hans Axels.
Hér má sjá útkomuna, snúð Ásgeirs og snúðinn hans Axels. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson
Dómnefndin, Hekla Guðrún og Stefanía Malen, smökkuð síðan snúðana með …
Dómnefndin, Hekla Guðrún og Stefanía Malen, smökkuð síðan snúðana með ískaldri mjólk. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert