Stelpurnar fá frí í dag og bakaríið lokað

GK bakaríið á Selfossi er lokað í dag í tilefni …
GK bakaríið á Selfossi er lokað í dag í tilefni 19. júní. Samsett mynd

Í dag er kvenréttindadagurinn sem einnig er nefndur 19. júní og er hátíðis- og baráttudagur kvenna á Íslandi þar sem því er fagnað að 19. júní 1915 fengu konur á Íslandi, 40 ára og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis þegar þáverandi Danakonungur, Kristján X, samþykkti nýja stjórnarskrá fyrir Ísland.

Í tilefni dagsins ákváðu aðstandendur GK bakarísins á Selfossi að hafa bakaríið lokað í dag og gefa stelpunum frí eins og fram kemur á Instagram-síðu bakarísins. Þar kemur líka fram að án stelpnanna væri bakaríið ekkert.

Áhugavert verður að sjá hvort fleiri fyrirtæki og stofnanir hafa tekið daginn hátíðlega og gefið konunum frí í tilefni dagsins.

Hér fyrir neðan má sjá færsluna á Instagram-síðu GK bakarísins á Selfossi.

View this post on Instagram

A post shared by GK Bakarí (@gkbakari)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert