Hinn fullkomni matcha kokteill

Þessi matcha kokteill á eftir að hitta í mark hjá …
Þessi matcha kokteill á eftir að hitta í mark hjá mörgum. Samsett mynd

Langar þig í góðan kokteil sem er líka hollur? Þá er þetta rétti kokteillinn en hann inniheldur matchate sem er svo nærandi fyrir líkama og sál. Kokteillinn er fagurgrænn á litinn og gaman er að bera hann fram og skreyta með myntulaufum sem gefa frá sér ferskan og góðan ilm.

Hinn fullkomni matcha kokteill

Fyrir einn

  • 2 1/2 mælieining gin
  • 3⁄4 mælieining hunang
  • 2⁄3 mælieining ferskur límónusafi
  • 1 msk. Moya matcha daily eða Moya matcha traditional 230 ml vatn
  • Fersk mynta eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið myntu og hunangi í botninn á kokteilhristara.
  2. Útbúið Matcha teið með hefðbundinni leið eða setjið öll innihaldsefnin beint í kokteilhristarann ásamt klaka, hristið vel og sigtið í fallegt glas.
  3. Skreytið með myntulaufi og límónusneið.
  4. Njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert