Graskersúpan sem jafnar blóðsykurinn

Elísabet Reynisdóttir segir að graskerssúpa hafi góð áhrif á blóðsykurinn.
Elísabet Reynisdóttir segir að graskerssúpa hafi góð áhrif á blóðsykurinn. Samsett mynd

Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur gefur uppskrift að girnilegri graskerssúpu sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. Uppskriftin er úr bókinni Þú ræður sem Elísabet gaf út á dögunum en þar er að finna fróðleik um bætt mataræði, betri svefn og hvernig megi minnka bólgur í líkamanum. 

„Ég mæli með því að nota hinn helminginn af graskerinu sem meðlæti með máltíðum næstu daga, til dæmis með því að skera graskerið í teninga og steikja í olíu á pönnu eða í ofni, eða með því að mauka í graskersmús. Það má líka útbúa súpu úr öllu graskerinu núna, og frysta það magn sem verður afgangs eftir þessa máltíð. Hálft meðalstórt grasker á að duga fyrir einn í tvær máltíðir,“ segir Elísabet 

Graskerssúpan er ljúffeng og nærandi.
Graskerssúpan er ljúffeng og nærandi. Jezebel Rose/Unsplash

Graskerssúpa Elísabetar Reynis 

 •  1 grasker (butternut squash)
 • 1-2 bollar vatn, fer eftir stærð graskers
 • 1-2 stk. grænmetisteningar, lífrænir
 • ¼ tsk. cayenne pipar, eða eftir smekk
 • salt og svartur pipar

Aðferð:

 1. Graskerið bakað heilt í ofni við 180°C í 1og ½ klst.
 2. Skorið í tvennt og fræin fjarlægð.
 3. Aðeins annar helmingurinn af graskerinu fer í súpuna, hinn lagður til hliðar.
 4. Graskerið er skorið í bita og maukað í blandara ásamt hæfilegu magni af vatni (súpan á ekki að vera of þykk).
 5. Fært yfir í pott þar sem grænmetisteningi er bætt saman við.
 6. Hitað að suðu. Kryddað með cayenne pipar, salti og pipar og skreytt með fersku kóríander, rétt áður en súpan er borin fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert