Stórtíðindi úr stjörnuheiminum

Samfélagsmiðlastjörnurnar Sunneva Einars og Birta Líf sem standa á bak …
Samfélagsmiðlastjörnurnar Sunneva Einars og Birta Líf sem standa á bak við Podcastið „Teboðið“ komnar í ísgerðina og eru á leið um landið á ísbíl.

Samfélagsmiðlastjörnurnar Sunneva Einars og Birta Líf sem standa á bak við Podcastið „Teboðið“ eru nú í samstarfi við Kjörís að kynna vöru sem þær sjálfar hafa þróað og hannað eins og fram kemur í tilkynningu frá framleiðendum. Um er að ræða ostakökuís með hindberja swirl og bleiku súkkulaði. Allt er þetta svo skreytt í anda Teboðsins með smekklegum hvítum hjörtum.

Bjóða til stjörnuveislu á háleynilegum stað

Ísinn nefna þær Bestís og er það vel víð hæfi þar sem þær eru sennilega þekktustu „besties“ landsins. Í tilefni af frumsýningu íssins hafa þær blásið til samfélagsmiðla-stjörnuveislu sem haldin er á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar.

Ísinn verður svo sýndur almenningi á fimmtudagsmorgun í Bónus Smáratorgi og munu fyrstu viðskiptavinirnir fá glaðning frá þeim stöllum. Teboðs-skvísurnar munu svo kynna vöruna á meðan birgðir endast í Bónus Smáratorgi. Stefnt er að því að ísinn verði kominn í allar verslanir landsins í kringum næstu helgi.

Fara um landið á skreyttum bíl í anda Teboðsins

Verkefninu fylgja þær svo eftir með ferðalagi um landið þar sem þær munu í kynna ísinn í hinum ýmsu bæjarfélögum á fagurlega skreyttum Kjörísbíl í anda Teboðsins.

„Þetta er þeirra fyrsta skref í þróun og vöruhönnun en alveg örugglega ekki sú síðasta. Hafið augun á þessum stúlkum á komandi árum því hér eru stórstjörnur að stíga sín fyrstu skref í matvælageiranum. Við hjá Kjörís berum miklar væntingar til þessa samstarfs og erum sannfærð um að líflegur tími sé fram undan,“ segir Elías Þór Þorvarðarson sölu- og markaðsstjóri hjá Kjörís.

Sjáið þær kynna Bestís-inn til leiks hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert