Ofurljúffengar og einfaldar próteinbeyglur

Hver er ekki til í ofureinfaldar beyglur sem eru stútfullar …
Hver er ekki til í ofureinfaldar beyglur sem eru stútfullar af próteini? Ljósmynd/Unsplash/Kairi Kaljo

Það allra heitasta í heilsubransanum síðustu mánuði hefur verið að próteinbæta hin ýmsu matvæli með kotasælu. Það hafa sprottið upp vinsælar uppskriftir að kotasæluís, kotasælupönnukökum og kotasælueggjakökum svo eitthvað sé nefnt. 

Ein af uppskriftunum sem hefur vakið mikla lukku eru þessar ofureinföldu próteinbeyglur, en þær bragðast sérlega vel og inniheldur hver beygla yfir tíu grömm af próteini!

Ofureinfaldar próteinbeyglur

Hráefni:

  • 1 bolli hveiti
  • 1 bolli kotasæla
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 1 egg (til að pensla yfir beyglurnar)
  • Krydd ofan á beyglurnar að eigin vali

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 190°C og blástur. 
  2. Byrjið á því að mauka kotasæluna með töfrasprota eða í blandara. 
  3. Blandið hveiti, lyftidufti og kotasælu saman í skál og hrærið vel saman.
  4. Hnoðið deigið þar til áferðin er orðin góð. 
  5. Skiptið deiginu niður í fjórar jafnar kúlur.
  6. Síðan er annað hvort hægt að rúlla hverri kúlu í lengju og festa endana svo saman til að mynda beygluna, eða fletja aðeins úr kúlunni og búa til gat í miðjunni til að mynda beygluna. 
  7. Penslið eggi yfir beyglurnar og notið krydd að eigin vali. Hér er t.d. gott að nota Everything But the Bagel-krydd, birkifræ eða sesamfræ.
  8. Bakið beyglurnar í ofninum í um 25 mínútur. 
  9. Látið beyglurnar kólna í a.m.k. 15 mínútur áður en skorið er í þær. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert