Innnes í samstarfi við fjölda birgja í mat og víni blésu til glæsilegrar fagsýningar í húsakynnum Innnes í Korngörðum 3 á dögunum. Þetta er í annað skiptið sem að Innnes heldur slíka sýningu en í ár var ákveðið að tjalda öllu til og gera þetta sem glæsilegast.
Á svæðinu voru um 45 fulltrúar frá heimsþekktum framleiðendum frá öllum heimshornum í bæði mat og drykk. Sýningin hófst klukkan 15:00 og var greinilega spenningur fyrir sýningunni þar sem að húsið var heldur fljótt að fyllast.
„Við teljum að í kringum þúsund manns hafi sótt sýninguna okkar og heyrðum við á mörgum að þetta hefði heppnast gríðarlega vel,“ segir Jóhanna Hallgrímsdóttir markaðsstjóri hjá Innnes.
„Svæðinu var skipt upp eftir löndum í bæði mat og drykk, sem dæmi má nefna þá vorum við með franskt svæði þar sem ostrur og kavíar voru paraðar með dýrindis kampavíni, einnig vorum við með ítalskt svæði þar sem Anna Jóna matreiðslumaður töfraði fram dýrindis pasta rétti úr hráefnum frá De Cecco og Parmareggio. Vínbirgjarnir okkar stóðu vaktina og fræddu gesti um sín vín,“ segir Jóhanna.
„Útisvæðið okkar var mjög vinsælt en þar höfðum við sett upp partítjald og stemningin var heldur betur létt og skemmtileg. Þar mátti finna pitsur, tacos, franskar og svo alveg æðislegt kjöt frá birgjunum okkar John Stone og Ekro. Þessu var hægt að skola niður með veigum frá Stellu Artois, Corona, Ölvisholt og búbblum frá Kylie. Svo má ekki gleyma flotta ísvagninum sem var einnig á útisvæðinu.“
Öll rými voru full af kræsingum og gleði. „Inn í sýningareldhúsinu vorum við búin að breyta stemningunni í meira partí þar sem barþjónar frá Reykjavík Cocktails töfruðu meðal annars fram Cointreau Margaritu & Whitley Neill Wiskey Sour. Dóra Júlía stóð vaktina á dj græjunum og sá til þess að stemmingin væri í góðum gír allan tímann.
Við hjá Innnes erum ótrúlega þakklát öllum þeim sem komu að sýningunni og öllum þeim sem komu til okkar í gær. Við erum rosalega stolt af þessar sýningu og erum spennt að fara undirbúa þá næstu,“ segir Jóhanna að lokum alsæl með hversu vel til tókst.
Ljósmyndari Innnes var á ferðinni og fangaði stemningu, hér fyrir neðan má sjá myndaveisluna.