Rabarbarapæ er hið sígilda baka fyrir bragðlaukana sem færir fram hlýjar minningar frá bernskuárunum, þegar rabarbarinn var tíndur beint úr garðinum.
Þetta einstaka samspil af sætleika og súrleika gerir rabarbarapæ að ómótstæðilegum eftirrétti sem færir heimilislega hlýju og nostalgíu inn á hvert heimili. Hvort sem þú ert að leita að ljúffengum rétti sem sameinar fjölskylduna á sunnudagskvöldi eða vilt vekja upp sumarminningar með góðum gestum, þá er rabarbarapæ klárlega góður kostur.
Meistaraverk úr einföldum hráefnum
Þessi uppskrift kemur úr smiðju Árna Þorvarðarsonar bakara og fagstjóra við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi.
„Rabarbarapæ er ekki aðeins ljúffengur eftirréttur heldur einnig meistaraverk úr einföldum hráefnum sem vekur upp fallegar minningar og færir sumarbragðið heim til þín. Þegar þú berð fram þessa bökuna með vanilluís, þeyttum rjóma eða smá vanillusósu, tryggir þú að hver biti gleður alla við borðið,“ segir Árni og bætir við að þetta sé baka sem fuðri upp þegar hún er borin fram.
Árni skreytir rabarbarapæið með bræddu mjólkursúkkulaði.
Ljósmynd/Árni Þorvarðarson
Rabarbarapæ Árna
Botn
- 100 g smjör
- 100 g sykur
- 2 egg
- 240 g hveiti
Aðferð:
- Blandið saman smjöri, sykri og eggjum í hrærivél og vinnið rólega saman í um það bil 3 mínútur.
- Bætið hveitinu saman við og blandið rólega þar til deigið er slétt. Hnoðið deigið með höndunum á borðinu þar til það er vel samlagað.
- Vefjið deigið í plastfilmu og kælið í um 30 mínútur. Rúllið síðan deigið út og leggið það í 22 cm bökuform.
Rabarbarafylling
- 100 g ljós síróp
- 100 g púðursykur
- 2 egg
- 40 g brætt smjör
- 1 tsk. vanilludropar
- ½ tsk. salt
- 150 g ferskur rabarbari, skorinn í bita
Aðferð:
- Blandið öllum hráefnunum fyrir fyllinguna saman í skál og hrærið vel saman.
- Hellið fyllingunni yfir botninn í bökuforminu.
- Stráið örlitlum kanilsykri yfir til að auka bragðið.
Bakstur
- Forhitið ofninn í 180°C.
- Bakið bökuna í 25-35 mínútur, eða þar til yfirborðið er orðið gullið og fyllingin byrjuð að freyða.
- Látið bökuna kólna áður en hún skreytt og borin fram.
Skreyting
- Mjólkursúkkulaði eftir smekk
- Eftir bakstur er flott að skreyta bökuna með bræddu mjólkursúkkulaði.
- Bræðið súkkulaðið við vægan hita yfir vatnsbaði.
- Berið bökuna fram með ís eða þeyttum rjóma.