Þegar góða veislu skal gjöra

Valdís Ósk Margrétardóttir lét draum sinn rætast eftir Covid og …
Valdís Ósk Margrétardóttir lét draum sinn rætast eftir Covid og opnaði sína eigin veisluþjónustu, Viðburðarþjónar. Samsett mynd

Þegar stóra veislu skal halda er margt sem vert er að hafa í huga til að allt gangi upp. Eitt af því sem er mikilvægt er að vera með góða þjóna og umfram allt góðan skipuleggjanda sem hugsar fyrir hverju smáatriði.

Valdís Ósk Margrétardóttir framreiðslumaður er ein þeirra sem býður upp á alhliða veisluþjónustu og hefur ástríðu fyrir starfi sínu. Hún á og rekur fyrirtækið Viðburðarþjónar og hennar dagar snúast flestir um að halda viðburði og gera þá eftirminnilega.

Hún er búsett á Akranesi með eiginmanni sínum, Sveini Andra Stefánssyni og þremur sonum, Alexander Helga, Þórhalli Stefáni og Mikael Mána og hundasystrunum Perlu og Gucci. Þótt hún búi upp á Skaga fer hún sér hún um að halda veislur og viðburði um víðan völl.

Heildarmyndin skiptir sköpun þegar veislu skal halda og hugsa þarf …
Heildarmyndin skiptir sköpun þegar veislu skal halda og hugsa þarf fyrir hverju smáatriði. Ljósmynd/Valdís Ósk

Missirinn kveikti í ástríðunni að fagna lífinu þegar tækifæri gefst

Valdís hefur unnið við fagið nánast allan sinn starfsferil og má segja að eplið hafa ekki fallið langt frá eikinni í hennar tilviki.

„Ástríðuna á ég ekki langt að sækja þar sem mamma mín, Margrét Jóhannsdóttir, er meistari í faginu og hefur einnig unnið framreiðslu og þjónustu bróðurpart af sínum starfsferli,“ segir Valdís.

„Ég hef alla tíð verið mikið fyrir viðburðahöld og að gera mér glaðan dag en þrátt fyrir ungan aldur hef ég upplifað mikinn missi, sem í rauninni kveikti enn meira á ástríðunni fyrir að fagna lífinu þegar tækifæri gefst til. Það að er ekki sjálfgefið að eiga morgundaginn eftir, maður getur í raun þakka fyrir hvern dag sem maður fær.“

Það hefur mikið gildi fyrir Valdísi að vera hluti af viðburðum og stórum dögum í lífi fólks. „Að aðstoða einstaklinga við að gera daginn ógleymanlegan og eiga í minningarbankanum um ókomna tíð er gefandi.“

Valdís er framreiðslumeistari og elskar að halda veislur. Hvort sem …
Valdís er framreiðslumeistari og elskar að halda veislur. Hvort sem þær eru stórar eða smáar. Ljósmynd/Aðsend

Átti lengi þann draum

Aðspurð segir Valdís að hún hafi lengi átt sér þann draum að vera með sína eigin veisluþjónustu. „Ég hafið gengið með þessa hugmynd í maganum í mörg ár, en kom henni aldrei í framkvæmd vegna anna. Síðan kemur Covid, eins allir vita, og þá róaðist allt, ekkert var um veisluhöld og allir voru heima. Þá gat ég farið að skipuleggja og plana mitt eigið fyrirtæki og láta drauma mína rætast. Viti menn þá varð fyrirtækið mitt, Viðburðaþjónar, til og margra ára draumur varð loksins að veruleika og fór á flug,“ segir Valdís með bros á vör.

Þegar Valdís er spurð út hver galdurinn sé við halda góða veislu sem hittir í mark segir hún að það séu ákveðin grunnatriði sem vert sé að hafa í huga.

„Númer eitt er að hlusta á viðskiptavininn, hvað er það sem stendur til og hvað er það sem hann vill  gera og leitast eftir að fá út viðburðinum. Hlusta hvort hann þægilegt andrúmsloft eða orkumikinn viðburða eða bara eitthvað allt annað. Þegar búið að er að skilgreina hvað hann vill er hægt að byrja að skipuleggja viðburðinn og aðlaga að hans óskum og þörfum. Það er mjög mikilvægt að hlusta vel og fá út úr viðskiptavininum hvað hann langar virkilega til þess að gera og fá út úr veislunni sem halda skal. Það er lykilatriði.“

„Síðan þarf fagfólk, nægilega marga þjóna miða við gestafjölda, skilning á uppsetningu á rýminu þar sem viðburðurinn á að vera haldinn, kunnátta á mat og vínpörun er mjög mikilvæg ásamt áherslu á ýmis smáatriði sem láta viðburðinn smella saman. Það þarf að hugsa um skipulagið í heild sinni, hvert smáatriði getur skipt máli,“ segir Valdís.

Vadls hefur ástríðu fyrir að skipuleggja veislur og þarfagreina með …
Vadls hefur ástríðu fyrir að skipuleggja veislur og þarfagreina með viðskiptavininum. Ljósmynd/Aðsend

Skipulagning og þarfagreining með viðskiptavininum

Þegar Valdís er spurð hvað fyrirtækið hennar bjóði upp á þegar veislu skal halda segir hún það vera nánast allt sem þarf til. „Það er ýmislegt sem við bjóðum upp á. Fyrst og fremst aðstoð við skipulagningu, þarfagreiningu með viðskiptavininum til að fá sem bestan skilning að hverju verið er að leita eftir, þegar það er klárt þá getum við hafist handa. Það getum við skipulagt borðbúnað, skreytingar, eins og til dæmis hvort það verða blómaskreytingar eða annað skraut. Við mætum síðan á staðinn og sjáum um gestina okkar frá upphafi til enda. Leggjum áherslu á að vera fagleg, jákvæð og tilbúin til að aðstoða við atvik sem geta koma upp, svo fátt sé nefnt,“ segir Valdís sposk á svip og bætir við að ýmislegt geti komið upp sem verði að leysa. „Þá skiptir máli að vera viðbragðssnjall og leysa málin.“

„Það þarf að vera ákveðið menntunarstig til að hafa skilning á starfinu, kunnáttu til að framkvæma og reynsluna til að standa vaktina. Reynslan skiptir ávallt máli og styrkir alla í starfi. Við erum með mjög  fjölbreytt teymi sem að er að sjálfsögðu hjartað í fyrirtækinu og ekkert væri hægt að gera án frábæra starfsfólksins okkar. Hjá Viðburðaþjónum starfa menntað framreiðslufólk og meistarar sem og fólk í námi og aðstoðarfólk,“ segir Valdís og segir það vera gulls ígildi að vera með gott starfsteymi.

Klæðnaður er eitt af því sem skiptir miklu máli að …
Klæðnaður er eitt af því sem skiptir miklu máli að huga við þjónustustörf. Ljósmynd/Aðsend

Skapa ákveðna ímynd út á við

Þegar kemur að klæðnaði þjóna segir Valdís það skipta miklu máli að vera ávallt með snyrtilegt og vel merkt starfsfólk. „Það skapa ákveðna ímynd út á við og aðstoðar jafnframt gestum að sjá hverjir eru til staðar þegar aðstoð vantar. Starfsfólkið á að vera fyrirmynd í veislunni hvað varðar snyrtilegheit, útgeislun og framkomu.“

Fyrirtækið hennar Valdísar hefur blómstrað síðan hún ýti því úr vör. „Þetta hefur verið draumi líkast og viðtökurnar farið fram úr mínum björtustu vonum. Í fyrra vorum við með 164 viðburði og núna uppbókuð til ársins 2025. Komandi ár er líka farið vel af stað, það líka gaman að segja frá að við höfum fengið að taka þátt í alls konar ólíkum viðburðum, allt frá 5 manna veislum upp í 1400 manna sitjandi veislur. Öll verkefni eru ólík og einstök á sinn hátt, sem er það skemmtilegasta við þetta allt saman. Sérstaklega þegar gestgjafinn leyfir sínum persónueinkennum að blómstra og flæða í veislunni.“

Að lokum hver er galdurinn við að halda góða veislu skal gjöra?

„Galdurinn bak við þegar góða veislu eða viðburð skal gjöra eru margir þættir spila inn í og þurfa að vinna í saman, í gruninn er það þarfagreining með viðskiptavininum og framúrskarandi starfsfólk sem er tilbúið að bregðast við alls konar aðstæðum, sem geta komið upp, með bros á vör og tilbúið að bregðast við hverju sem er. Starfsfólkið er lykilinn og gleðin.“ 

Þegar góða veislu skal gjöra segir Valdís galdur bak við …
Þegar góða veislu skal gjöra segir Valdís galdur bak við það vera starfsfólkið. Að vera með gott starfsfólk sé gulls ígildi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert