Enskt freyðivín breytir leiknum og er nýr keppinautur kampavínsins

Nú geta kampavínssnobbarar hugað að því að kaupa enskt freyðivín.
Nú geta kampavínssnobbarar hugað að því að kaupa enskt freyðivín. Anthony DELANOIX/Unsplash

Vegna loftslagsbreytinga geta enskir vínframleiðendur nú ræktað þrúgur, sem venjulega eru tengdar við kampavín, og framleitt hágæða freyðivín. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Í meira en 300 ár hefur kampavínið verið aðal hátíðardrykkurinn; notað til að skála í brúðkaupum, úðað út í loftið af sigursælum kappakstursmönnum og sem baðvatn Marilyn Monroe. 

Kampavínið var upphaflega framleitt af munknum Dom Pérignon í Frakklandi. Orðspor freyðandi drykksins hefur verið óviðjafnanlegt í gegnum ár og aldir og jafnan slegið aðra keppinauta út af borðinu.

En nú hefur leikurinn tekið snúning. Á Suður-Englandi hefur veðráttan breyst í takt við það sem var í franska kampavínshéraðinu 50 árum áður. Af þeirri ástæðu hefur vínframleiðendum á svæðinu nú tekist að rækta þrúgur tengdum hefðbundnu kampavíni og framleitt úr þeim hágæða freyðivín. 

Chris Boiling, ritstjóri nettímaritsins International Wine Challenge, segir hæfileika nýrrar kynslóðar vínframleiðenda framúrskarandi. Þeir framleiði stöðugt góð vín. Fyrir tuttugu árum var litið á ensku freyðivínin sem eftirlíkingu af kampavíni en nú hafa framleiðendur meiri trú á eigin getu.

Enskt freyðivín hefur þróað sín eigin sérkenni, með áberandi ávaxtabragði og bragðmiklum tón. 

Fréttin á vef BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert