Grétar komst á áfram í 15 manna úrslit með pomp og prakt

Grétar Matthíasson Íslandsmeistari barþjóna komst áfram í 15 manna úrslit …
Grétar Matthíasson Íslandsmeistari barþjóna komst áfram í 15 manna úrslit í heimsmeistarakeppni barþjóna í kokteilagerð. Samsett mynd

Mikið var um dýrðir þegar úrslitin í undankeppninni á Heimsmeistaramóti Barþjóna í kokteilagerð voru kunngjörð í gærkvöld. Grétar Matthíasson, fulltrúi Íslands komst áfram í 15 manna úrslit sem fara fram í dag, laugardag. Heimsmeistaramótið fer fram á eyjunni Madeira í Funchal, höfuðborg eyjunnar.

Grétar Matthíasson keppandi Íslands steig á svið með fyrstu keppendum dagsins í gær þegar hann hóf keppni í undankeppni heimsmeistaramótsins í kokteilagerð.
Hann hafði 15 mínútur til þess að útbúa og setja saman skreytinguna sem hann notaði á drykkinn sinn. Næst á dagskrá var að stíga upp á stóra sviðið þar sem hann kynnti sjálfan sig og drykkinn sinn. Í kjölfar þess var komið að því að útbúa keppnisdrykkinn sjálfan, The Volvo, alls 5 drykki. Til þess hafði hann 7 mínútur og gekk það vonum framar og kláraði Grétar vel innan þess tíma.

Þurfa að sýna fram á framúrskarandi þekkingu

„Þeir keppendur sem komust áfram þurfa að þreyta bæði skriflegt próf um almenna þekkingu á bar fræðum sem og lyktarpróf þar sem keppendur þurfa að sýna fram á framúrskarandi þekkingu á hinum ýmsu tegundum áfengis,“ segir Ómar Vilhelmsson stjórnarmaður í Barþjónaklúbb Íslands.

Grétar tók við viðurkenningu á sviðinu í keppnishöllinni ásamt þeim …
Grétar tók við viðurkenningu á sviðinu í keppnishöllinni ásamt þeim sem komust áfram í 15 manna úrslit. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson

„Einnig keppa þeir í svokallaðri „Marketplace“ keppni þar sem keppendur fara á bændamarkað í Funchal höfuðborg Madeira og velja þar innlend hráefni sem þeir þurfa að nota í kokteilinn sinn í þessum hluta keppninnar,“ bætir Ómar.

Mikið er líka um að vera hjá sendi nefnd Íslands sem mætt er á svæðið til að fylgja Grétari eftir.

„Það var þétt dagskrá hjá sendinefnd Íslands í gær, forseti og varaforseti klúbbsins sinntu dómgæslu á meðan aðrir fylgdust með keppendum dagsins og enn aðrir fóru á köfunarnámskeið,“ segir Ómar léttur í lund.

Mikil eftirvænting er fyrir keppnisdeginum í dag, eins og Grétar hefur sagt ætlar hann að vinna þessa keppni og koma með bikarinn heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka