Grétar kláraði keppnina með stæl og lenti í 5. sæti

Grétar Matthíasson landaði fimmta sætinu á heimsmeistarakeppni barþjóna í kokteilagerð …
Grétar Matthíasson landaði fimmta sætinu á heimsmeistarakeppni barþjóna í kokteilagerð sem haldin var á eyjunni Madeira á dögunum. Samsett mynd/Ómar Vilhelmsson

Ísland endaði í 5. sæti á heimsmeistaramótinu í kokteilagerð sem haldið var á eyjunni Madeira á dögunum. Grétar Matthíasson sem keppti fyrir Íslands hönd var efstur í sínum flokki, sem bar yfirskriftina freyðandi kokteill, með drykkinn sinn Volvo-inn og tryggði sig áfram í 15 manna úrslit.

Á öðrum degi var keppt í þremur greinum, skriflegu prófi, bragð- og lyktarprófi og í svokallaðri markaðskeppni sem fram fór á bændamarkaði í Funchal. Þar höfðu keppendur að hámarki eina og hálfa klukkustund t til þess að versla öll hráefni og útbúa drykk.

Þar stóð Grétar sig frábærlega og endaði í 3 sæti. Það dugði þó ekki til þess að komast áfram í þriggja manna ofurúrslitin þar sem barþjóninn Macau hreppti 1. sætið.

Hinn freyðandi kokteill úr smiðju Grétar, Volvo-inn.
Hinn freyðandi kokteill úr smiðju Grétar, Volvo-inn. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson

„Það er geggjuð keppni að baki og sigraði ég minn flokk, freyðandi kokteilum, með drykkinn minn Volvo-inn. Eftir þriggja daga keppni endaði ég síðan  í 5. sæti á heimsmeistaramótinu í mjög harðri keppni barþjóna,“ segir Grétar og er sáttur með sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert